Saga - 1970, Qupperneq 310
ÞÓRÐUR TÓMASSON
308
Á öðrum staö við fljótið, þar sem brík var engin, var lind og vatnið
úr henni látið renna í stokk, því það þraut aldrei. Þar voru kýrnar
látnar drekka og annar fénaður. Hollusta vatnsins og hreyfingin hafa
sennilega átt þátt í, að aldrei bar á doða eða beinaveiki í kúnum,
sumar urðu mjög gamlar. Man ég eftir einni, sem varð 19 vetra.
Árið 1898 var tekinn brunnur í Berjanesi, og þar fannst enginn mor,
en móklöpp var þar, þegar komið var á þriðju mannhæð niður, eitt-
hvað um álnar þykk, og ægisandur undir henni. Þarna fékkst gotl
vatn, sem aldrei hefur þrotið. Voru og eru mikil þægindi að því.
1 Eyjarfljóti, milli Eyjar og Berjaness, er mikil grasrót, og ber mest
á hófgrasi, sem sprettur upp af hófrót. Þar eru þrír hyldjúpir pyttir-
Sá efsti er rétt ofan við svokallað Flatarnef í Miðbæjartúninu í
og var kallaður Varðapyttur. Ekki var vitað um tilefni nafnsins, jafn*
vel af þeim, sem áttu ætt sína að rekja i Eyjarhverfið i nokkra ættliði-
Annar pytturinn var sem næst 120 m vestan við bæinn í Berjanesi-
Hann heitir Kerlingarpyttur — eða kannske Keriingapyttur. Engmn
vissi heldur af hverju það nafn var dregið. Okkur var sagt, þegar
við
komum að Berjanesi, að hann væri 12 álna djúpur, en veturinn fyrsta.
sem við vorum i Berjanesi, mældi Geir bróðir minn dýpið í pyttinum.
og reyndist það 9 álnir. Þriðji pytturinn var aðeins austan við bseinn
i Stíflu. Hann hét ekki neitt, og ég held, að nú sé búið að fylla hann
upp. Ekki get ég skilið, hvernig þessir hyldýpispyttir hafa getað mynt1'
azt í öndverðu.
Niður undan bænum í Ey er fljótið breitt, og nefndust þar Breikkut-
Þar var oft iðkað að bruna sér á skautum á vetrum, en á sumrin var
þar slægjuland. Slegið var í skára, sem dregnir voru upp í vað, og var
hesti beitt fyrir hann. Heyfallið var breitt á undirlendin. Það var le,r
borið og þótti vont til fóðurs, nema vel rigndi á það, áður en það þorn
aði. ^
Á einum stað í Breikkunum var graslaust vatnsauga í stefnu
Varðapytti. Einu sinni, þegar ég var strákur og átti að raka þar utan
að skárum, fór ég að rælnast við að stinga hrífunni ofan í gatið. Fann
ég fastan botn, þegar hún var komin á enda. Ot úr því fór ég að stin®^
hrífunni víðar niður; áhuginn vist ekki mikill fyrir vinnunni. Þá v
alls staðar grynnra, þó varla minna en þrjú fet niður á fastan b°
I Berjanestúninu, sem liggur að Breikkunum, er kallaður Mosata ^
Þar óx ekki smærnagras, en alls staðar annars staðar. Þegar ég
að slá þennan tanga, tók ég eftir því, að á Bakkanum með fljótinu s
fyrir uppgrónum götum, sem komu af suðvestri og lágu ofan í s
eða gjögur, sem var yzt og vestan í tanganum. Ég býst við, að Þa®
sézt fyrir fjórum götum, en mest þeirri, sem næst var fljótinu. Þar
fram var Varðapyttur, en Miðbæjarflöt bakkinn þar á móti. Suðaus ^
frá Eyjarbæjunum var Austurbæjartúnið. Vestast af því var stór, s
flöt, sem kölluð var Fjósavöllur. Vestasti hluti hans lá að Breikkunu^
1 suðvesturhorni hans var skarð eða gjögur, sem sjáanlega var ve®
leið ofan í fljótið, og mig minnir, að þar hafi sézt fyrir götum í ba ^
brúninni. Af þessu verður að álykta, að þarna hafi verið va