Saga - 1970, Síða 314
312
ÞÓRÐUR TÓMASSON
fram Móanum rennur Kílalækur til vesturs og síðan til
suðvesturs eftir Brúnamýrinni í Álafarveginn. Farvegui'
Kílalækjar er meiri en vatnsmagn hans gefur til kynna,
sérstaklega að vestan, þar sem Markarfljót náði ekki að
bera í hann möl og sand. Farvegurinn er nærri mörkum.
Hraunsnef, sem getur í markalýsingu, er við hann að ofan.
Jarðirnar Brúnir og Tjarnir lögðust í eyði, er Markar-
fljóti öllu var veitt austur til Eyjafjalla, austan við Hólma-
bæi. Þetta voru landgóðar og gagnsamar jarðir, einhverj-
ar þær fegurstu til dvalar og búsetu, er hittast á láglendi-
Um landgæði Tjarna var það orðtak, að betri væri úti-
genginn hestur í Tjarnanesi en töðualinn á Seljalandi.
Álar lágu frá fornu fari um lönd Voðmúlastaða og
Miðeyjar. 1 ritgerð dr. Trausta Einarssonar er við þuð
miðað, að þeir hafi skipt löndum Austur-Landeyja og
Eyjafjalla. Kortið á bls. 320—321 hefur þá skekkju fram-
an við Skiptingarhólma, að farvegur Ála er látinn taka a
sig mjög mikla sveigju til að koma honum austur fyrir
þá landareign, sem bærinn Miðeyjarhólmur var reistur
í snemma á 17. öld. Þetta er gert út í bláinn. Markarfijót
(eða Álar) hefur aldrei frá landnámstíð skorið Miðeyjar-
hólm frá Hólmabæjum og Eyjafjöllum. Ber þess þá fyrst
að geta, að bærinn Miðeyjarhólmur var byggður í Stein-
móðarbæjarlandi, á vestri bakka Dalselsáls. Fyrir bæjar-
stæðið og túnstæðið var látinn til Steinmóðarbæjar syðsti
hluti Skiptingarhólma, sem var í Miðeyjarlandi, þó með
þeim fyrirvara, að kúm Miðeyjarhólmsbónda var þar til-
skilinn beitarréttur í annað mál. Landamörk Dalstorf-
unnar (og þar með Eyjafjalla) annars vegar og Miðey.h11
og Voðmúlastaða hins vegar, sunnan frá, voru úr Tíunda-
dal upp í Höttukíl á Kjóarifi í Skiptingarhólma. Þaðan
lá markið sjónhending inn á aurinn, þar til Voðmúlastaða-
kirkju bar í Hallvarðarskóg, í útsuður frá Stóru-Dímom
Tíundadalur er fyrir löngu niðurbrotinn af Álunum, en
enginn ágreiningur er um það, hvar hann hafi verið, 1
hornmarki Stóra-Dals, Búðarhóls og Bakka í Landey.i1,111'