Saga - 1970, Page 316
314
ÞÓRÐUR TÓMASSON
Eyjaf jöllum 1662, en þar segir svo m. a.: „Meinast að Sand-
ar hafi þá austar og ofar staðið, sem nú eru Fornu Sandar
og so hefur fyrir sagt Thomas Sveinsson, sem hér var lengi
undir Eyjafjöllum, skýr maður og skynsamur.“ Tómas,
sem hér er vitnað til, er sá Galdra-Tómas, sem um getur 1
Þjóðsögum Jóns Ámasonar.
Mestar líkur eru fyrir því, að landnámsbærinn Auðnu'
hafi staðið í landi Nýjabæjar, sem er mjög gamalt býb-
Fomt bæjarstæði er í svonefndum Brautarmel í gljánnl
suður frá Nýjabæ og tvö önnur ævagömul bæjarstæði eru
í landi jarðarinnar, annað svo til nýfundið. Hæpið tel eg»
að jarðvegur Eyjafjalla „að minnsta kosti austur á móts
við Hvamm“ sé tilkominn eftir fyrra Affallsskeið (sama
grein, bls. 322). Markarfljót fer líklega fyrst að renna
austur með Eyjafjöllum eftir 1500 og rennur þá yfir °£
brýtur margra alda gróið land. Þetta sannast m. a. af
þykkum móflúðum í Hvammsleirum. Stararmór, fjórai
pálstungur að þykkt, var tekinn upp fyrir neðan Hvamm»
vestur af Útgarðsengjum. Yfirborðsaur með þunnu gróð-
urlagi í láglendi Vestur-Eyjafjalla vestan frá Seljalandi
og austur undir Hvamm mun að mestu kominn frá fram-
burði og landbroti Markarfljóts eftir 1600. Víða á lág'
lendi Eyjafjalla mun mega finna gróðurminjar, sem erU
frá sama tíma og gróðurminjar í hlíðum. Þetta mun m. a-
mega finna í bökkum Holtsóss og gróðurlendi Austur-Eyja-
fjalla, og eru þar m. a. til vitnis flúðir, er öðru hverju
koma í ljós niðri undir sjávarmáli, og brotsár í bökkum
Bakkakotsár hjá Stóru-Borg hinni fornu.
Byggðarhverfið Sandhólmi á láglendi Vestur-Eyjafjada
hefur sérstöðu, hvað jarðmyndun áhrærir. Þar hefur sano-
fok mátt sín mikils og gróður ýmist sótt á eða hörfa
undan. Gljáin, sem þar er suður frá byggðinni, er mjö£
breið. Þar eru nokkur fom bæjarstæði, og moldarblandmn
jarðveg er þar víða að finna. Þykkar móflúðir koma 01
upp úr Gljánni. Þær byggðarminjar eru alveg ókannaðar-
Fyrir tveimur árum fann Helgi Jónasson bóndi í Seljalands