Saga - 1970, Side 320
318
RITFREGNIR
Þar með er ekki sagt, að höfundur hefði þurft að varpa fyrir borð
aðdáunarverðu hlutleysi sinu; en hann kynni að hafa fengið að sja
málin frá mismunandi sjónarhornum, og þar með hefði hann
hugsanlega öðlazt upplýsingar, sem ekki hafa legið á glámbekk. Ýms-
ar upplýsingar, sem höfundur hefur frá Klemens föður sínum, erU
meðal hins nýstárlegasta, sem fram kemur í Stjórnarráðssögu, svo og
vitneskja fengin úr óprentuðum endurminningum. Enn leynist, sem
sagt, innan seilingar margt forvitnilegt, sem fyrr en varir verður
ekki framar höndlað.
Umrædd bók skiptist í tiu kafla, svo sem hér segir:
I. Heimastjóm. Þar er fyrst stuttur, en Ijós og sögulegur aðdrag-
andi. Síðan segir frá stjórnarskrifstofunum og þróun þerira, stofnun
Stjórnarráðs Islands, skjaldarmerki Islands og loks fyrsta ráðherra
Islands, embættismönnum Stjórnarráðsins 1904 og upphafi starfa þ;ir
1. febrúarmánaðar 1904.
II: Breytingar á stjómsýslunni.
III. RáfSherrar. Þar er fjallað m. a. um réttindi þeirra og skyldui-
störf, búsetu, launakjör, formsatriði við skipun þeirra og lausn, stig'
röð og einkennisbúning. Kemur í hug, þegar hið síðast nefnda er
athugað og hliðsjón höfð af meðfylgjandi myndum af Hannesi Ha^-
stein, Klemens Jónssyni og — umfram allt — Birni Jónssyni, a
mikils förum við sem nú lifum á mis, er við sjáum okkar ráöherra
aldrei með gyllta hnappa, kraga og líningar, hvað þá með korða se
við hlið.
IV. Ráðherrar Islands og rikisstjórnir. Þar kemur fram, að alls voru
fimm menn ráðherrar á árunum 1904—1917, þar af einn — Hannes
Hafstein — tvivegis. Frá 1917 og til 1964 (og raunar allt til þesS®
dags) teljast 20 ráðuneyti hafa farið með völd. Undirrituðum finns
þó kyndugt að tala um fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónassonar sam
fleytt frá 28. júlí 1934 til 18. nóv. 1941. Á því varð þó veruleg breyt'
ing 20. marz 1938, og þó enn meiri með tilkomu „þjóðstjórnarinnar
17. apríl 1939. En ekki tjáir að deila við dómarann. .
V. SkTÍfstofur Stjómarráðs fslands. Þar verða þeir þess vísar
sem ekki hafa verið öllum hnútum kunnugir, að til skamms tima na
einungis fjögur ráðuneyti starfað á grundvelli lagasetningar. Hi ^
sem öll eru yngri, hafa verið stofnuð með auglýsingum. Af ÞeS
leiddi, að ráðuneytisstjórar hinna fjögurra „löglegu" ráðuneyta vu
skipaðir I starf af konungi og síðar forseta, en ráðherrar réðu sj
forstöðumenn hinna ráðuneytanna.
VX. .Störf og starfshættir Stjómarráðs Islands.
1 siðara bindi (frá bls. 501) eru: tj
VII. Helztu framkvæmdir Stjómarráðs Islands. Þetta er ^en^.ga
kafli bókarinnar, og er hann eins og vænta má stórfróðiegur og v
bráðskemmtilegur aflestrar. Meðan almenn saga tímabilsins er os
uð, verður þetta óhjákvæmileg lesning þeirra, sem vilja átta siK & P ^
unar- og athafnasögu umræddra ára. Meðal þess, sem þarna ber _
góma (sbr. millifyrirsagnir), er: Ástandið í landinu í byrjun ®