Saga - 1990, Page 9
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON OG GlSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Félags- og hagþróun á íslandi
á fyrri hluta 19. aldar*
í ritgerðinni er fjallað um meginþætti samfélags- og hagþróunar hérlendis á
tímabilinu 1801-51. Mannfjöldaþróun er athuguð eftir sýslum og ömtum
og rækileg grein gerð fyrir þróun byggðar, búfjár- og bátaeignar. Jafnframt er
hugað nokkuð að verslun. Athugunin beinist m.a. að því að leita svara við
spurningunni hvort fólksfjölgun og efnahagsbata megi rekja til breytinga á
innri eða ytri skilyrðum.
I. Inngangur
Átjánda öldin hefur fengið þau eftirmæli í sögu okkar að þá hafi
íslenska þjóðin verið næst því komin að þurrkast út. Nítjánda öldin
ber ólíkan svip í sögunni. Pá var vörn snúið í sókn. Mannfellisskeið
18. aldar leiddu til þess að íslendingum fækkaði á tímabilinu 1703-
1801.1 Á 19. öld tók landsmönnum að fjölga á ný. Frá aldamótum og
til ársins 1850 fjölgaði þeim úr liðlega 47 þús. í tæplega 60 þús.2 í
íslenskum sagnfræðiritum hefur þessi fólksfjölgun verið skýrð með
tilvísun til bættra búnaðarhátta og eflingar atvinnulífs, einkum eftir
1820.3 Bent hefur verið á að kvikfjáreign landsmanna hafi aukist á
fyrri hluta 19. aldar, skipastóll vaxið, svo og fiskútflutningur og mikil-
vægi sjávarútvegs fyrir þjóðarbúskapinn. Af þessari þróun hefur
* Sjá aftanmálsgrein 1.
1 Landsmönnum hafði raunar einnig fækkað verulega á síðasta fjórðungi 17. aldar,
sbr. Helgi Skúli Kjartansson, „Spáð í pýramíða", Afmælisrit Björns Sigfússonnr, Rvík
1975.
2 Hagskýrslur íslands 11,82. Tölfræðihandbók 1984, Rvik 1984, bls. 9-10.
3 Sjá t.d. Þorkell Jóhannesson, „Á mótum gamals tíma og nýs", Andvari 78. árg.
1953, bls. 35-45. Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú ú 19. öld (Ritsafn Sagnfræðistofn-
unar 5) Rvík 1981, bls. 57-8. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in lce-
land 1801-1930: Studies in the relationship between demographic and socio-economic deve-
lopment, social legislation and family and household structures. Uppsala 1988, bls.30-31.
SAGA, tímarit Sögufélags XXVIII - 1990, bls. 7-62