Saga - 1990, Page 10
8 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON OG GlSLI ÁG. GUNNLAUGSSON
Guðmundur Jónsson dregið þá ályktun að „efnahagsástand fór ört
batnandi og tala má um þessi ár [þ.e. u.þ.b. 1820-60] sem samfellt
hagvaxtarskeið".4
Mjög skortir þó á að íslensk fólksfjölda- og hagþróun á fyrri hluta
19. aldar hafi verið rannsökuð með fullnægjandi hætti. Frumrann-
sóknir á sviði hag- og félagssögu hafa til þessa fremur beinst að öðr-
um skeiðum aldarinnar.
Ályktanir um efnahagsbata á fyrri hluta 19. aldar grundvallast á
samanburði á kvikfjáreign, bátafjölda og útflutningi í upphafi aldar-
innar annars vegar og um miðbik hennar hins vegar.5 Þessi saman-
burður hefur þann augljósa galla, að hann er venjulega einskorðaður
við tvö ártöl (raunar ekki alltaf þau sömu), og því ekki unnt að greina
þróun kvikfjár- og bátaeignar eða útflutnings á tímabilinu. Fyrra
samanburðarárið er oftast 1804 (eða 1806)6 og getur það naumast talist
vel valið. Alkunna er að hart var í ári hérlendis í upphafi 19. aldar og
sigling einatt stopul á tímum Napóleonsstyrjalda. Því er vafasamt að
samanburður á útflutningi, svo dæmi sé tekið, þessi ár og síðar á öld-
inni hafi mikið alhæfingargildi.
Af framansögðu er ljóst að fjölmörgum lykilspurningum er varða
efnahagsskilyrði, fólksfjölda og búnaðarhætti hérlendis á fyrri hluta
19. aldar er ósvarað. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa skýrara
ljósi á félags- og hagþróun tímabilisins 1801-50 en hingað til hefur
verið gert. Jafnframt er ljóst að engin heildarúttekt á efninu er mögu-
leg innan þeirra takmarka sem ritgerð í Sögu eru sett. Það er því von
okkar að ritgerðin geti orðið hvati til frekari rannsókna á félags- og
hagsögu tímabilsins.
Við munum einskorða umfjöllun okkar við nokkrar veigamiklar og
mikilvægar spurningar: Hvað gerði fólksfjölgun á fyrri hluta aldar-
innar mögulega? Voru það einkum ytri skilyrði, svo sem hagstæðara
veðurfar, betri aflabrögð, minni tíðni sóttfaraldra er herjuðu á menn
og búfénað, eða voru það fremur innri skilyrði, svo sem framfarir í
atvinnuvegum Iandsmanna, breytingar á búsetuháttum o.s. frv.? Við
munum reyna að grafast fyrir um það hvar á landinu fólki fjölgaði
4 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú, bls. 57.
5 Þorkeli Jóhannesson, „Á mótum gamals tíma og nýs", Guðmundur Jónsson,
Vinnuhjú, bls. 57.
6 Ibid.