Saga - 1990, Side 12
10 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON OG GlSLI ÁG. GUNNLAUGSSON
var ekki fyrr í garð gengin en mjög brá til hins verra. Árið 1802 varð
mikið neyðarár, segir Björn Bjarnason í Brandsstaðaannál9 Hafís kom í
janúar og hvarf ekki frá landi fyrr en í ágústlok. Næsta ár var litlu
betra, hafís kom á þorra og færri fæddust en dóu. Það segir sína sögu
um hvernig viðraði á fyrri hluta aldarinnar að fram til 1841 voru ein-
ungis sex ár talin íslaus; árin 1805, 1809, 1810, 1813, 1814 og 1833. Á
sama tíma voru 16 ár þegar lítill ís var við landið.10
Oftar en ekki kom hafís um áramót og var við landið fram um
höfuðdag, en eftir 1840 brá til hins betra og á fimmta áratugnum var
ís við landið árin 1843, 1846 og 1850.11
Vísindamenn eru á einu máli um að fylgni sé milli hafíss við landið
og kaldrar veðráttu.12 Meginreglan er sú að hafís við ísland og breyt-
ingar á loftslagi, einkum hitastigi, haldist í hendur.13 Það leikur ekki
á tveim tungum að á fyrsta fjórðungi 19. aldar taldist góðæri til undan-
tekninga. Flest árin greri seint, næturfrost töfðu sprettu og ósjaldan
bar til að snjór féll um hásumarið. Höfundur Brandsstaðaannáls getur
þess jafnan hvenær sláttur hófst í héraði. Þegar best lét var það um
miðjan júlí, en oft dróst fram til mánaðamóta júlí - ágúst að heyannir
hæfust. Léleg spretta og slæm nýting heyja er það viðkvæði sem oft-
ast heyrist á þessu tímabili og í slóðina komu fellir og sultur. Hafísinn
hindraði sjósókn norðan- og austanlands þegar hann varð landfastur,
og oft var þar aflaleysi þegar gaf á sjó.14
Auk Brandsstaðaannáls eru Árbækur Espólíns traustar heimildir um
veðráttuna norðanlands á þessu árabili. Lýsing Espólíns á vetrinum
1807 eftir nýár er með þeim hætti að engan þarf að undra að fjárfellir
fylgdi slíkum harðindum, enda varð sú raunin á.15 Báðar þessar
heimildir lýsa vetrinum 1812 eftir nýár og er frásögn Espólíns öllu til-
þrifameiri. Báðir geta um hafís og langvinnar stórhríðar og þótti þessi
9 Bjöm Bjarnason, BrandsstaðaannáU. (Jón Jóhannesson bjó til prentunar. Rvík 1941,
bls. 40.
10 Þorvaldur Thoroddsen, Árferði á tslandi í 1000 ár. Kh. 1916-1917, bls. 357.
11 Ibid.
12 Sjá aftanmálsgrein 2.
13 Trausti Einarsson, „Hafísinn á Norður-íshafi og Norðurhafi". 1 Markús Á. Einars-
son (ritstj.), Hafísinn, Rvík 1969, bls. 50-69, sjá einnig ummæli Sigurðar Þórarins-
sonar undir fyrirsögninni „Umræður", bls. 69.
14 Björn Bjarnason, Brandsstaðaannáll. Jón Espóh'n, Islands árbækur XII, Kh. 1855.
15 Jón Espólín, tslands árbækur, XII, bls. 8.