Saga - 1990, Page 23
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ISLANDl
21
bæir út við sjó og inn til dala. Stundum fáeinir í þyrpingu en oftast
einir sér.
Verulegs stéttamunar gætti í íslenska bændasamfélaginu hvort
heldur litið er til eigna og tekna, lagalegrar stöðu eða pólitísks og
félagslegs valds. Annar höfunda hefur í nýlegu riti greint á milli tíu
þjóðfélagshópa, eða stétta, á þessum grundvelli: (1) embættismenn,
(2) sjálfseignarbændur, (3) kaupmenn og handverksmenn, (4) leigu-
liðar, (5-6) hjáleigumenn og búðsetumenn, (7-8) húsmenn og lausa-
menn, (9) vinnuhjú og (10) þurfamenn.48 Aðrir höfundar hafa nýlega
gengið út frá heldur óljósari stéttaskiptingu, sem annars vegar hefur
tekið mið af eignarhaldi (eða aðgangi) að jarðnæði og afkomu49, eða
því hvort menn voru í efnalegri og félagslegri stöðu sem veitti þeim
„rétt" til að taka þátt í framleiðslu og endurframleiðslu („reproduc-
tion") í samfélaginu.50
Hugum nú nánar að grundvallareiningum samfélagsins, býlinu og
fjölskyldunni.
Samkvæmt yfirlitskýrslu L. A. Kriegers stiftamtmanns fyrir árið 1831
voru byggðar jarðir í landinu 5.481. Samkvæmt sömu skýrslu voru
7.410 fjölskyldur (heimili)51 í landinu öllu, þannig að allvíða hefur
verið fleiri en ein á hverri jörð (sjá töflu V.I.).
Mest hefur kveðið að fleirbýli á jörðum í Suðuramtinu. í hinum
ömtunum var hlutfallið lægra. í Norður- og austuramtinu voru hlut-
fallslega flestar jarðir setnar af einum ábúanda. Hvergi var eins mikið
um fleirbýli og í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Par bjuggu að meðaltali
taeplega tvær fjölskyldur á jörð, en í ísafjarðarsýslu ein og hálf fjöl-
skylda á jörð að meðaltali. Til samanburðar má nefna að í Borgarfjarð-
arsýslu og Mýra- og Hnappadalssýslu bjuggu um 1,2 fjölskyldur á
jörð. Af þessu má e.t.v. draga þá ályktun að á sunnan- og vestan-
48 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in lceland, bls. 33-4.
49 Magnús S. Magnússon, Iceland in Transition: Labour and socio-economic change before
1940. Lund 1985, bls. 27-43.
50 Gísli Gunnarsson, „Societal Poverty in 18th Century Iceland", óbirt ritgerð, lögð
fram á 19. norræna sagnfræðingaþinginu í Óðinsvéum 1984, bls. 1. I hugtakinu
endurframleiðsla („reproduction") felst ekki einungis æxlun, helduröll félagsmót-
un barna og unglinga.
51 Krieger notar hugtökin „beboede Gaarde" yfir jarðir í ábúð og „Familiers Antal"
yfir fjölda fjölskyldna. Hkki er ljóst hvað hann á við með síðartalda hugtakinu, en
hér verður út frá því gengið að það taki fremur til heimila en fjölskyldna í þröngri
merkingu.