Saga - 1990, Page 25
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ISLANDl
23
hús í Suðuramti en jarðir 1.259. Heimilin í amtinu voru 3.078 talsins.
Líklegt má telja að það hafi heyrt til undantekninga að fleiri en ein
fjölskylda hafi búið á hjáleigu eða í tómthúsi. Pví má ætla að í amtinu
hafi verið 1.725 heimili á 1.259 jörðum. í Vesturamtinu var hins vegar
meira um fjölbýli. Þar voru 2.399 heimili og skiptust á 1.208 býli svo
að einbýli hefur heyrt til undantekninga. í Norður- og austuramtinu
voru 2.300 jarðir í byggð, en heimilin 3.133 talsins.
Samkvæmt skýrslu Trampes fyrir árið 1851 voru að jafnaði tæplega
sjö manns í heimili á landinu.54 Líkt og áður var meðalheimilisstærðin
hæst í ísafjarðarsýslu, en þar voru heimilin 561 talsins, en íbúar 4.316
þannig að meðalheimilsstærðin var nær átta en sjö manns. Hins veg-
ar voru heimilin að meðaltali fámennust í Snæfellsnessýslu. Þar voru
570 heimili, en íbúar 2.709, svo meðalfjöldi heimilismanna var lægri
en fimm. Meðalheimilisstærðin í Vesturamtinu var undir sjö manns.
í Norður- og austuramtinu voru 3.133 heimili og íbúafjöldinn
22.957 svo að þar voru ríflega sjö manns í heimili að jafnaði, en tæp-
lega sjö í Suðuramtinu. Heimilin í Reykjavík höfðu stækkað frá 1831,
því nú voru að jafnaði sjö manns í heimili í kaupstaðnum. Fámennust
voru heimilin í Suðuramtinu í Vestmannaeyjum, en þar voru að
meðaltali rúmlega fjórir í heimili og þarf ekki langt að leita skýringa,
því að ginklofinn hafði stráfellt hvítvoðunga þar um árabil.55 Eins og
1831 voru heimilin venjulega minnst í þeim héruðum þar sem sjó-
sókn var mikil. ísafjarðar- og Barðastrandarsýslur eru hér undantekn-
ingar eins og Sigurður Hansen benti á í Skýrslum um Inndshagi á ís-
landi.56
Niðurstaðan af þessari athugun er sú að meðalstærð heimila hafi
heldur dregist saman á milli 1831 og 1851. Upp úr 1830 fór giftingum
að fjölga, og hélst giftingartíðni allhá fram undir 186057, þegar hjóna-
handsmöguleikar þrengdust á nýjan leik."’8 Árið 1824 var sett reglu-
gerð er bannaði „öreigagiftingar", þ.e. giftingar hjónaefna er stóðu í
skuld fyrir þeginn sveitarstyrk (náði til síðustu tíu ára fyrir fyrirhugað
54 Heimilin voru 8.610 talsins en íluiar 59.548.
55 Sigfús M. Johnsen, Sngn Veshmmiueiijn I. Rvík 1946, bls. 133 og áfr.
56 Skf/rslur imi Inntlshngi tí IslniuH III, bls. 63.
57 Tölfrxdihnndbók 1967, bls. 38-9.
58 Um takmörkun hjónabandsmöguleika á 19. öld og áhrif þeirra á íslenska fólks-
fjöldaþróun, sjá Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Fniitih/ ntitl Honschold in Iccloiui.