Saga - 1990, Page 26
24 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON OG GÍSLI ÁG. GUNNLAUGSSON
brúðkaup).59 Pótt þetta væri eini raunverulegi lagatálminn sem lagð-
ur var á giftingar reyndu sveitarstjórnir eftir mætti að sporna við gift-
ingum efnasnauðs fólks, einkum utansveitarfólks. Af heimildum má
ráða að það var nokkuð mismunandi eftir landshlutum hversu hart
sveitarstjórnir og önnur yfirvöld gengu fram í þessu efni. Má telja víst
að það hafi ráðist af afkomuástandi á hverjum tíma og þeim mögu-
leikum sem voru fyrir hendi til að þenja út byggðina. í Brandsstaðaannál
segir t.d. að um 1830 hafi enn verið lagt haft á giftingar á Norðurlandi.
„Skyldi hjón eiga víst jarðnæði, 5 hundruð, eða kýrgras eða efnugra
manna loforð fyrir umsjón framvegis".60 Segir höfundur þetta hafa
leitt til þess að fólk tók að brjótast suður í Gullbringusýslu: „Par var
árgæska til sjóarins, kaupavinnan framboðin og giftingafrelsi betra og
gróðavon æskileg þeim, er kunnu með að fara."61
Embættismönnum af gamla skólanum þótti slíkt frelsi viðsjárvert.62
Einn þeirra var Bjarni Thorarensen amtmaður. Hann skrifaði Grími
Jónssyni - fyrirrennara sínum - „Biskup og Nafni minn fyrir vestan
eru Orsök í því ad hvör má í Islandi giptast sem vill þó eckért Jard-
nædi hafi!! Hvörnig hyggur þú færi ef sú Réttarbót væri öllum
kunnug?"63
í fyrsta árgangi Ármanns á alþingi segir frá vinnumanni sem trú-
lofaðist vinnukonu á sama bæ og fékk prestinn til að lýsa með þeim,
en eftir fyrstu lýsingu bönnuðu hreppstjórarnir presti að lýsa oftar
þar sem vinnumaður væri mesti óspilunarmaður og letingi, en hvor-
ugt hjónaefna ætti neitt, svo að á fyrsta eða öðru ári yrðu af þeim
sveitarvandræði. Baldvin Einarsson lét þessa sögu fá farsæl endalok
því að vinnumaður bætti ráð sitt og hreppstjóri gaf honum leyfi til að
kvænast og útvegaði honum jarðnæði.64
Hér verður ekki frekar vikið að afskiptum sveitarstjórna af hjú-
skaparstofnun fólks, einungis áréttað að fram yfir 1880 voru sveitar-
stjórnir mjög á varðbergi þegar utansveitarfólk óskaði eftir að fá að
59 Lovsamling for Island VII, bls. 537-44.
60 Björn Bjarnason, Brandsstaðaannáll, bls. 105.
61 Ibid.
62 ítarlega umræðu um hömlur á giftingarfrelsi manna á 19. öld getur að finna í Gísli
Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in lceland, bls. 90-107.
63 Bjarni Thorarensen, Bréf. Fyrra bindi (Jón Helgason bjó til prentunar. Safn Fræða-
félagsins XIII. bindi). Kh. 1943, bls. 126.
64 Ármann á alþingi I, bls. 43-95.