Saga - 1990, Page 27
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ÍSLANDI
25
setjast að innan landamerkja þeirra sveitarfélaga er þær stjórnuðu og
stofna þar til heimilis. Um þetta hefur talsvert verið ritað og vísast til
þeirra rita um frekari umfjöllun um efnið.65
Sakir þess að aðgangur að jarðnæði var forsenda hjúskaparstofn-
unar hérlendis og sveitarstjórnir beittu „atvinnustéttalöggjöfinni"
svonefndu af hörku mikinn hluta 19. aldar átti verulegur hluti
landsmanna ekki annars úrkosta en framfleyta sér með vinnu-
mennsku. Hérlendis var vinnumennska ekki einvörðungu tímabund-
in staða - e.k. millibilsástand á lífsleiðinni á milli þess að fólk fór að
heiman og gifti sig - eins og títt var erlendis, heldur beið margra það
hlutskipti að teljast til þessarar þjóðfélagsstéttar bróðurpartinn af ævi
sinni.66 Vinnuhjú höfðu oft tíð vistaskipti sem ýtti undir fólksflutn-
inga.67 Mikil ferðalög voru einnig milli landshluta þegar bændur og
vinnumenn fóru á vertíð suður og vestur á land og á sumrum fór
kaupafólk hópum saman til Norðurlands. Ekla varð á vinnufólki, en
kaupafólk bætti það upp að nokkru og er þetta skilmerkilega rakið í
Brandsstaðaannál.
í Sýslu- og sóknalýsingum Bókmenntafélagsins er daglegum störfum
lýst í fjölda sókna fyrir miðja öldina. Hér verður ekki dregin upp nein
heildarmynd, heldur gripið niður af handahófi.
Séra Benedikt Vigfússon á Hólum í Hjaltadal segir svo frá:
Kvikfjárrækt er hér helzti og mesti atvinnuvegurinn; tekst
hann hér mörgum allvel, og fleiri gæta vandlega fjárhirðingar,
styrkja og suma að nokkru matjurtir. Fáeinir bændur láta
vinnumenn sína fara á vetrum suður í fiskiver ella þá til há-
karlaveiða í Fljót, eður fuglafangs við Drangey . . . Víðast er
og kaupstaðarferðum lokið 10 eður 11 vikur af sumri, og síðan
hefst sláttur, tíðast að því seint og snemma, sem grasvöxtur
65 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Ómagar og utangarðsfólk. Fátækramál Reykjavikur 1786-
1907. Rvík 1982; Family and Household in Iceland.
66 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 5). Rvík
1981, bls. 9-14. Loftur Guttormsson, Bernska ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Til-
raun til félagslegrar og lýðfræðilegrargreiningar (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 10). Rvik
1983, bls. 99-102. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in lceland, bls.
60-62
67 Um fólksflutninga almennt, sjá Halldór Bjarnason, Fólksflutningar innanlands 1835-
1901. Um vistaskipti vinnuhjúa á fyrri hluta aldarinnar sjá t.d. Gísli Ágúst Gunn-
laugsson, Family and Household in Iceland, bls.74-83.