Saga - 1990, Page 28
26 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON OG GlSLI ÁG. GUNNLAUGSSON
gefst, og viðhelzt allt þar til 22 vikur eru af sumri, þá menn
taka að sýsla um fjallgöngur og haustvinnu. Allvel eru hér tún
ræktuð,. . . sumir byggja heyhlöður og grafa skurði til vatns-
veitinga,. . . Á fleiri bæjum eru vefstólar og í þeim ofið. Á
vetrum láta bændur tæta ullu til fatnaðar, vaðmála eður kaup-
mannsvöru, en konur lita að nokkru fatnað úr heimilisnjóla,
jafna, sortulyngi og sortu. . ,68
Páll Pórðarson Melsteð var sýslumaður í Árnessýslu þegar Bók-
menntafélagið sendi út spurningar sínar 1839. Svar hans er rækilegt
og greinargott. Hann telur að landbúskap hafi farið mikið fram því að
margir hafi lagt mikla ástundun á jarðrækt og fleiri bændur hafi girt
'og sléttað tún sín og Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag hafi heit-
ið verðlaunum fyrir þúfnasléttun og túnagirðingar. Fjárrækt fari einn-
ig fram því að fé sé betur hirt og fóðrað en áður og menn byggi stærri
og betri fjárhús en fyrr. Einnig hafi vefnaði farið fram og kálgarðarækt
sé í góðu gengi og varla nokkurt býli í sýslunni þar sem ekki sé vel-
ræktaður kálgarður og á sumum tveir. „Mest er hér stundað grænkál,
kálrabi undir jörðu og maírófur. Nokkrir hafa stundað jarðeplarækt,
en fáum heppnast".69 Einnig getur Páll þess að bæjabyggingum hafi
farið mikið fram í Árnessýslu og þessa er víða annars staðar getið í
sýslu- og sóknalýsingunum, enda um það spurt. Svar Páls er skrifað
í marsmánuði 1842, en hann hafði þá verið sýslumaður Árnesinga í
tæp sjö ár svo að hann þekkti vel til.
Páll Melsteð gerði einnig góða grein fyrir sjósókn Árnesinga, en
taldi ómögulegt að segja með vissu hve margir sjóróðramenn fari úr
sýslunni í aðrar sýslur að vetrinum. Hann áætlar að 1.100 manns
stundi sjóróðra að vetrinum og af þeim muni þriðjungur róa innan
sýslu, en hinir í ýmsum verstöðvum í Gullbringusýslu. Hins vegar
séu bændur hættir að róa á vorvertíð nema einstöku fátæklingar úr
Ölvesi og Flóa og einungis um helmingur vinnumanna sé sendur til
róðra á vorvertíð.70
Magnús Stephensen, sýslumaður Rangæinga, taldi að um 500
manns færu flest ár til sjóróðra í útver, flest vinnumenn, en fæstir
68 Sýslu- og sókmlýsingar Hins íslenzka Bókmenntaféiags 1839-1873, II, Skngafjnrðarsýsla
(Safn til landfræðisögu tslands). Ak. 1954, bls. 129.
69 Árnessýsla. Sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenska Bókmenntafélngs 1839-1843 bls 41
70 Ibid, bls. 31.