Saga - 1990, Page 29
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ÍSLANDI
27
bændur. Flestir reru í Vestmannaeyjum, en einnig í Selvogi og Por-
lákshöfn og í verstöðvum í Gullbringusýslu.71
I sýslu- og sóknalýsingum kemur fram að menn fóru í verið suður
í Gullbringusýslu og vestur á Snæfellsnes af Norðurlandi allt austur í
Þingeyjarsýslu, en tala vermanna fór stiglækkandi eftir því sem aust-
ar dró. Björn Blöndal, sýslumaður Húnvetninga, segir að það hafi
lengi tíðkast að sýslubúar færu til sjóróðra á vetrum, helst í Gull-
bringusýslu, en einstöku maður í Snæfellsnessýslu. Tala þeirra sé
mjög misjöfn eftir kringumstæðum og valdi þar veðrátta og færð. Vet-
urinn 1821 hafi 260 fengið vegabréf af þessum sökum, en fæstir hafi
þeir orðið um 80 og þeim fari fækkandi.72 Svar sýslumanns úr Skaga-
firði vantar um þetta atriði, en af svörum einstakra presta sést að
nokkur brögð hafa verið að því að menn færu á vetrarvertíð og var til-
fært dæmi um það hér að framan.
Bertel Holm Borgen, sýslumaður Eyfirðinga, segir að ár hvert í
febrúarmánuði séu sendir 12 til 14 vinnumenn suður í Gullbringu-
sýslu til að róa þar á fiskibátum73, en Sigfús Schulesen, sýslumaður
Þingeyinga, segir í svari sínu 7. febrúar 1844 að það megi kalla mjög
sjaldgæft að nokkrir fari þaðan úr sýslu suður í Gullbringusýslu til
sjóróðra.74
Um miðja 19. öld var Gullbringusýsla sérstæð að því leyti að fisk-
veiðar voru aðalatvinnuvegur sýslubúa og að auki sóttu þangað
rnargir af Norðurlandi og Suðurlandi. Hins vegar kemur það skýrt
fram í lýsingu Þórðar Jónassonar á sýslunni hve illa hún var talin
henta til landbúnaðar vegna þess að bæði vanti haga og slægjulönd.75
Á hinn bóginn telur Þórður Kjósarsýslu með bestu sýslum landsins
að þessu leyti.76
Bátaeign landsmanna ber því skýrt vitni að alls staðar var sóttur
sjór þar sem hægt var að koma fleytu á flot og von var um veiði. Þetta
kemur fram í sóknalýsingum frá Suðurlandi þar sem hvergi var hægt
71 Rangárvallasýsla. Sýslu og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmcnnlafélags 1839-1845,
1856 og 1872-1873. Rvík 1968, bls. 7-8.
72 Sýslu- og sóknalýsingar Húnavatnssýslu, bls. 6.
73 Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka Bókmenntafélags (Eyfirsk fræði II). Magnús
Kristinsson sá um útgáfuna. Ak. 1972, bls. 36.
74 IB 21, fol.
75 Sýslu- og sóknalýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, bls. 47.
76 Ibid, bls. 48.