Saga - 1990, Page 39
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ISLANDI
37
fjölgunar sauöfjár ekki að gæta að marki fyrr en á milli 1820 og 1830.
Eins og annars staðar fækkaði sauðfé þar á fjórða áratugi aldarinnar.
Eftirtektarvert er hversu margir geldsauðir voru í Norður- og aust-
uramtinu miðað við hin ömtin. Árið 1851 voru mylkar ær í Norður- og
austuramtinu flestar í Húnavatnssýslu, en því næst í Þingeyjar- og
Norður-Múlasýslum. Sauðir voru hins vegar flestir í Norður-Múla-
sýslu, þá kom Húnavatnssýsla og því næst Þingeyjarsýsla.90 Greini-
legt er að útþensla byggðar á Norðausturlandi byggðist að verulegu
leyti á eflingu sauðfjárbúskapar, þar sem sauðaeldi skipti miklu máli.
Björn Teitsson hefur bent á það að heiðalöndin á Norðausturlandi
hafi verið
sérstaklega vel fallin til sauðfjárræktar, og því má hugsa sér,
að aukið gengi sauðfjárins hafi með nokkrum hætti gert heiða-
býlin byggileg og um leið stuðlað að því, að Þingeyjarsýslur
juku um sinn að tiltölu hlut sinn í heildarfólksfjölda alls
landsins.91
Með vesturheimsferðunum eftir 1870 fækkaði fólki á nýjan leik á
norðaustanverðu' landinu, enda voru fólksflutningar vestur um haf
hlutfallslega umfangsmestir þaðan.
í Suðuramtinu var sauðfé flest í Árnes- og Rangárvallasýslum árið
1851, en fæst í Gullbringu- og Kjósarsýslu, ef litið er fram hjá Vest-
mannaeyjum og Reykjavík. í Vesturamtinu var langflest fé í Mýra- og
Elnappadalssýslum, en fæst í Stranda- og Snæfellsnessýslum. Ekki er
að sjá að menn í sjávarútvegssýslunum hafi bætt sér upp kúaskort
naeð áherslu á sauðfjárrækt.92
Sigurður Sigurðsson hélt því fram í riti árið 1937 að hlutfall sauðfjár
við fólksfjöldann hafi verið áþekkt á öllu tímabilinu 1703-1934. Árin
sem hann hefur til viðmiðunar frá fyrri hluta 19. aldar eru árin 1800 og
1855. Samkvæmt töflu sem hann birtir komu að meðaltali 6,4 skepnur
á mann fyrra árið, en 7,6 hið síðara.93 Árið 1855 er miður heppilega
valið, því sauðfé fækkaði verulega á árunum 1852-55, eða úr ríflega
700 þús.í tæplega 500 þús.(og enn meira árin eftir 1856 vegna fjárkláð-
90 Þjskjs. Rtk. J. 17-654 og 479. Skýrsla Trampes stiftamtmanns um búnaðarástandið
árið 1851.
91 Björn Teitsson, Eignarhald og ábúð, bls. 94.
92 Þjskjs. ísd. J 2-959/967. Skýrsla Trampes stiftamtmanns um búnaðarástandið árið
1851.
92 Sigurður Sigurðsson, Búnaðarfélag tslands. Aldarminning. II, Rvík 1937, bls. 330.