Saga - 1990, Page 47
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ÍSLANDI
45
inu, flestir í Eyjafirði, en fjögurra og sex manna för voru heldur fleiri
í amtinu en minnstu bátarnir.105
Þótt sú aukning sem varð á bátaeign á landinu á fyrri hluta 19. aldar
væri einkum bundin við minnstu bátana, þurfti talsvert meiri mann-
afla til að manna flotann um 1850 en í upphafi aldarinnar. Árið 1800
barbátaflotinn ríflega 8000 sjómenn, enu.þ.b. 11000um 1850.106Telja
má líklegt að þessi vöxtur flotans hafi leitt til vaxandi afla, einkum
suðvestan- og vestanlands þar sem fjölgun báta var mest.
Ekki er líklegt að allir þeir bátar sem til voru í landinu hafi verið
gerðir út samtímis. Víða voru minni bátarnir einungis gerðir út hluta
ársins, t.d. ekki á vetrarvertíð. Engu að síður er ljóst að þörf var fyrir
verulegan hluta vinnufærra karla til að manna flotann á vertíðum.
Skýrir það vel hversu almennar verferðir voru á þessum tíma (sbr.
kafla V).
Magnús S. Magnússon hefur bent á að verferðir, og sú staðreynd
að fimmtungur bátaflotans var um miðbik aldarinnar í eigu bænda úr
landbúnaðarhéruðum, sýni vel hversu ósérhæft vinnuaflið var á 19.
öld og hve blönduð afkoma þjóðarinnar var. Með verferðum var
vinnuafl vinnuhjúa nýtt til fullnustu bændum og útvegsmönnum til
hagsbóta.107
Niðurstaða þessarar athugunar er sú að viðgangur sjávarútvegs
kunni að skýra þá fólksfjölgun sem varð í Suður- og Vesturamtinu á
tímabilinu, einkum ef tillit er tekið til þess að þilskipaútvegur tók að
ryðja sér til rúms í þessum landshlutum á tímabilinu, eins og nú skal
að vikið.
Á síðari hluta 18. aldar voru gerðar tilraunir til þilskipaútgerðar
hérlendis. Innréttingarnar riðu á vaðið og meðan konungsverslunin
síðari stóð, 1774-87, lét stjórnin stunda fiskveiðar á þilskipum í all-
stórum stíl. Þegar konungsverslunin hætti, lagðist þilskipaútvegur-
wn niður og skipin voru seld. Þess var varla að vænta að þjóðin legði
1 mikla nýbreytni í atvinnumálum eftir hörmungar móðuharðind-
anna.108
105 Þjskjs. Ísd. J 2-882/967. Skýrsla amtmanns um búnaðarástandið í Norður- og
austuramtinu 1851.
106 Sjá Magnús S. Magnússon, lceland in Transition, bls. 85, tafla 5.2.
107 lbid, bls. 85-6.
108 Sjá Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga íslands 1774-1807. Upphaf fríhöndlun-
ar og almenna bænarskráin. Rvík 1988, bls. 65-81.