Saga - 1990, Page 49
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ÍSLANDI
47
20 þilskip í amtinu - fjögur í Snæfellsnessýslu, önnur fjögur í Barða-
strandarsýslu, ellefu í ísafjarðarsýslu og eitt í Strandasýslu.115
Þegar hugað er nánar að því í hvaða hreppum í Vesturamtinu þil-
skipin voru sést að fjögur voru í Staðarsveit á Snæfellsnesi. í Barða-
strandarsýslu voru tvö í Flateyjarhreppi og hin tvö í Suðurfjarða-
hreppi. Pilskipin í ísafjarðarsýslu skiptust milli fleiri hreppa; í Þing-
eyrarhreppi var eitt, Mýrahreppi tvö, Mosvallahreppi 3A, Eyrarhreppi
fjögur og V4, Súðavíkurhreppi eitt og í Ögurhreppi tvö.116
Sú þilskipaeign og útgerð sem amtmaður festi á blað átti sér allanga
sögu. Hún hófst i upphafi aldarinnar og voru forvígismennirnir Ólaf-
ur Thorlacius kaupmaður á Bíldudal og Guðmundur Scheving sýslu-
maður. Síðar kom Friðrik Svendsen kaupmaður á Flateyri í þennan
hóp og dansk-þýskur kaupmaður að nafni Henrik Henckel. Þess ber að
geta að bæði Guðmundur Scheving og Friðrik Svendsen létu smíða
sér þilskip á heimaslóðum117 og sömu sögu er að segja af Hans A.
Clausen í Ólafsvík, sem rak þaðan umtalsverðan þilskipaútveg á
fjórða áratugi 19. aldar.118
í skýrslu fyrir árið 1851 frá amtmanninum norðan og austan er getið
Þhggja þilskipa í Suður-Múlasýslu. Sýslumaður lætur þess getið und-
lr skýrslunni að þiljuskipin eigi þeir Björn Gíslason hreppstjóri á Bú-
landsnesi, Weywandt verslunarstjóri á Djúpavogi og þrír bændur í
Beruness- og Breiðdalshreppum.119
Þilskipaútgerð á Norðurlandi hófst upp úr miðri öldinni. Hennar
verður því lítt getið hér, enda þótt saga hennar sé hvergi nærri
ómerk. Gils Guðmundsson kemst svo að orði um þilskipaútgerðina
aö hún hafi verið „einhver traustasta undirstaða allra framfaranna,
sem hér urðu á öldinni sem leið".120 Á síðari árum hafa ýmsir sagn-
fmeðingar þó haldið því fram að þáttur þilskipaútgerðar í efnahags-
hamförum í lok 19. aldar hafi til þessa verið ofmetinn. Framfarir í
115 Þjskjs. ísd. J. 2-967.
116 Þjskjs. VA, III, 412.
117 Gils Guðmundsson, Skúluöldin I (Önnur útgáfa, aukin). Rvík 1977, bls. 72-104.
Þ8 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Saga Ólafsvíkur. Fyrra bindi fram um 1911. Akranesi
1987, bls. 159-62.
119 Þjskjs. ísd. J. 2-967.
120 Gils Guðmundsson, Skútuöldin I, bls. 7.