Saga - 1990, Page 51
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ÍSLANDI
49
þau sigla með afurðir sínar á erlenda markaði og kaupa þar í staðinn
vöru til sölu hérlendis.
Bjarni Þorsteinsson amtmaður skrifaði bækling sem hann nefndi
Om Islands Folkemængde og kom út 1834. Hann hélt því fram að íslend-
ingum mætti ekki fjölga þar sem atvinnuvegirnir gætu ekki fram-
fleytt fleira fólki. Fjölnismennirnir Brynjólfur Pétursson og Tómas
Sæmundsson urðu til andmæla og Brynjólfur vitnaði til greinar í
Kjöbenhavnsposten eftir Benedikt Scheving máli sínu til stuðnings.123
Benedikt var sonur Guðmundar Schevings og alinn upp við þil-
skipaútgerð föður síns svo að þar talaði sá sem þekkti til af eigin raun.
Fleiri urðu einnig til að andmæla þeirri skoðun að íslendingum
■nætti ekki fjölga. í fyrsta bindi Skýrslna um landshagi ritar Arnljótur
Ólafsson grein „um mannfjölda á íslandi", þar sem hann ræðst gegn
þessari viðbáru og segir m.a. „Vér höfum nú leitazt við að sýna, að
auður landsins sé mest megnis fólginn í vinnuafli landsmanna, og
leiðir þar af, að landið verður því auðugra og styrkara sem fleiri verða
vinnandi menn í landinu."124
Örðugt er að gera sér grein fyrir því hversu mikill hluti landsmanna
lifði á sjávarútvegi á fyrri hluta 19. aldar. Hér ræður miklu að margir
lifðu jöfnum höndum á sjávarfangi og landbúnaði, og einatt illgerlegt
að greina hvor atvinnuvegurinn var aðalatvinna viðkomandi. Á hinn
bóginn er ljóst að tiltölulega lítill hluti landsmanna lifði á fiskveiðum
einum saman.
í prentuðum hagtölum eru nokkrar upplýsingar um þetta efni og
verða þær raktar hér, þótt hafa beri fyrirvara um áreiðanleika taln-
anna, m.a. af þeim ástæðum sem fyrr eru greindar.
Árið 1850 er talið að 4.057 manns hafi lifað á sjávarafla hér á landi,
eða um 6,9% þjóðarinnar.125 Meira en helmingur þessa fólks (2.723)
bjó í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavík. Alls voru taldir 3.202
menn í Suðuramtinu sem höfðu framfæri sitt af sjósókn. í Vesturamt-
inu voru 665 manns sem lifðu á sjávarútvegi og flestir þeirra á Snæ-
fellsnesi. í Norður- og austuramtinu voru aðeins 190 íbúar taldir lifa á
sjávarútvegi, flestir í Eyjafjarðarsýslu, eða 141.126 Af heimildum er
123 Aöalgeir Kristjánsson, Brynjólfur Pétursson, ævi og störf. Rvík 1972, bls. 56.
124 Arnljótur Ólafsson, „Um mannfjölda á íslandi", Skýrslur um landshagi á Islandi I,
bls. 333.
125 Skýrslur um landsliagi á íslandi I, bls. 422.
126 Ibid, bls. 42-3.
4-saga