Saga - 1990, Page 53
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN A ISLANDI
51
Mestur hluti útflutningsins árið 1849 kom frá Suðuramtinu, alls lið-
lega 14.200 skippund af saltfiski og ríflega 2.300 af skreið. Pessum
afurðum var að mestu skipað út frá Reykjavík, Gullbringusýslu og
Vestmannaeyjum.129 Frá Vesturamtinu voru flutt út liðlega 2.100
skippund af saltfiski og um 900 skippund af skreið. Þessum afurðum
var öllum skipað út frá ísafjarðar-, Barðastrandar- og Snæfellsnessýsl-
um.130 Frá Norður- og austuramtinu var lítið flutt út af sjávarafurð-
um, ef frá er talið lýsi, en hákarlaveiðar voru umfangsmiklar í þessum
landsfjórðungum. Árið 1849 voru 1258 tunnur af lýsi fluttar út frá
Norður- og austuramtinu, 1295 frá Vesturamtinu, en 706 frá Suður-
amtinu.131
IX. Verslun
íslendingar voru jafnan mjög háðir utanríkisverslun sakir þess að
margar nauðsynjavörur urðu ekki framleiddar í landinu. Þessar vör-
ur fengu íslendingar hjá kaupmönnum sínum, einkum með vöru-
skiptaverslun, þar sem framleiðsluafurðir landsmanna voru lagðar
inn hjá kaupmönnum og erlenda nauðsynjavaran tekin út í staðinn.
Á fyrri hluta 19. aldar ríkti hér svonefnd „fríhöndlun". Þetta verslun-
arfyrirkomulag komst á með afnámi einokunarverslunar árið 1787 og
stóð til ársins 1855, er verslunin var að fullu gefin frjáls.
Fríhöndlunin komst á með lagaboði, en samkvæmt því skyldi
verslunin frjáls öllum þegnum Danakonungs. Síðustu ár einokunar
var verslunin rekin í nafni konungs (konungsverslun síðari 1774-87),
en við upphaf fríhöndlunar keyptu margir af kaupmönnum kon-
ungsverslunar verslunareignir og vörubirgðir á þeim verslunarstöð-
um þar sem þeir áður höfðu staðið fyrir verslun. Eins og kunnugt er
stóð landsmönnum lengstum stuggur af einokunarversluninni, en
rannsóknir benda eindregið til þess að hið nýja verslunarfyrirkomu-
lag, fríhöndlunin, hafi síður en svo leitt til bættra verslunarhátta. Sig-
fús Haukur Andrésson, sem ítarlegast hefur rannsakað sögu frí-
höndlunar, kemst m.a. svo að orði um þetta:
129 Skýrslur um landshagi á íslandi I, bls. 92.
130 Ibid.
131 Ibid.