Saga - 1990, Side 56
54 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON OG GÍSLI ÁG. GUNNLAUGSSON
efni. í fimmta árgangi Nýrra félagsrita árið 1845 birti hann álitsskjal
„Um verzlun á íslandi", sem hefst á þessum orðum:
Vér dyljumst þess ekki, að vér álítum það skyldu sérhvers
Íslendíngs, sem vill fósturjörðu sinni vel, að styrkja til þess af
fremsta megni, að leysa fjötra þá alla, sem binda þjóð vora til
að eiga verzlan framar við Dani enn við hverja aðra þjóð í ver-
öldinni, nema að því leiti, sem þjóð vor sjálf kýs að eiga og
henni er hagkvæmast. . ,141
Ekki kemur fram hver er höfundur þessara orða, en ljóst er að þau eru
mótuð af hugmyndafræði Jóns Sigurðssonar. í álitsgerðinni eru er-
lendir kaupmenn átaldir fyrir skilningsleysi á íslenskum þörfum og
aðstæðum og hamli þetta framförum á ýmsum sviðum. Síðan segir:
Það þykir oss víst, að yrði verzlun á Islandi laus látin, mundi
þaraf leiða, að samgaungur og viðskipti jykist milli Íslendínga
og annara þjóða, og Íslendíngum yrði þessvegna hægara um
hönd að taka eptir og kynna sér hvað eina, sem þeim og land-
inu mætti verða til nota. Það finnst oss og auðsætt, að atvinnu-
vegir landsins muni þróast og margfaldast og fólkið fjölga, því
þegar verzlanin er frjáls verður aðalkaupstefna íslenzkrar vöru
á íslandi sjálfu, kaupmannastétt innlend kemst á fót, ef vér
stöndum henni ekki sjálfir í vegi, útlendir kaupmenn setja auð
sinn í atvinnuvegu landsins og fara að kynna sér þá, varníng-
ur landsins hækkar í verði og batnar, en útlendur lækkar . . .142
Við nokkuð annan tón kveður í greinargerð sem Rosenarn stiftamt-
maður sendi stjórnvöldum 27. febrúar 1849 vegna þeirra hugmynda
sem fram höfðu komið um fullt verslunarfrelsi.143 Skýrsla þessi er afar
ítarleg, alls 121 blaðsíða að lengd. Rosenorn greinir mjög rækilega frá
þróun löggjafar um íslensk verslunarmálefni frá lokum einokunar og
gerir grein fyrir umfangi verslunar allt frá 1787. Þá víkur hann að til-
högun verslunar í öllum verslunarstöðum landsins í lok fimmta ára-
tugar aldarinnar. Niðurstaða hans er í stuttu máli sú að verslun í
landinu sé í eðlilegu horfi og dregur hann í efa að frjálslyndari löggjöf
yrði íslendingum hagfelld. Þvert á móti átelur hann forstöðumenn
danskra stjórnarstofnanna fyrir að taka þá staðhæfingu alþingis gilda
141 Ný félagsrit, fimmta ár, 1845, bls. 61.
142 Ibid, bls. 65.
143 Þjskjs. fsd. V. III, 3.