Saga - 1990, Page 57
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ÍSLANDI
55
að fullt verslunarfrelsi myndi leiða til þess að landið yrði að jafnaði
betur birgt af vöru en nú væri:
. . . fordi jeg ikke kan indsee, at man, som det Kongelige
Generaltoldkammer og Commercecollegium synes at antage,
kan finde nogen tilstrækkelig Garantie i den nu foreliggende
Petition fra det islandske Althing for, at Landets Forsyning vil
blive tilfredstillende, end sige at Handelen i det Hele vil antage
nogen sund og heldig Retning, naar man i Et og Alt vil fölge
Altingets Indstillinger. . .Ikke heller indseer jeg, hvorledes en
saadan Garantie skulde kunne gjeres gjældende imod en For-
samling, der bestaaer af vexlende Medlemmer, kun sammen-
træder i korte og sjældne Mellemrum, og selv medens den er
samlet, er uden nogen executiv Myndighed.144
Ymislegt fleira í álitsgerð Rosenarns mætti gera að umræðuefni þótt
rýmið leyfi það ekki að sinni. Ljóst er að hann stóð vörð um þá versl-
unartilhögun sem ríkti, taldi engar breytingar á henni nauðsynlegar
°g mat alþingis á verslunaraðstæðum óraunhæft.
íslendingar tóku sjálfir að sinna meira um verslunarhagsmuni sína
á fimmta áratugi aldarinnar, en þá var fyrst tekið að stofna til svo-
nefndra verðkröfufélaga. Þessum félögum var ætlað að semja við kaup-
menn um vöruverð og jafnframt að fá þá til að bjóða í framleiðsluaf-
urðir fslendinga. Fyrsta félag þessarar tegundar var stofnað í Háls- og
Ljósavatnshreppum í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1844145, en á næstu
aratugum breiddust þau út um landið og má líta á þau sem undanfara
þeirra verslunarsamtaka sem stofnað var til síðar á öldinni.
Niðurstaða þessarar stuttu athugunar er því sú að verslunarmál
íslendinga hafi verið í ólestri fram um 1830. Eftir það urðu töluverðar
framfarir. íslendingum í kaupmannastétt fjölgaði, siglingar til lands-
lns jukust og inn- og útflutningur varð meiri. Um miðja öldina varð
verðlag á íslenskum framleiðsluafurðum einnig hagfelldara en verið
hafði: íslensk vara hækkaði hlutfallslega meira en aðfluttar vörur.146
144 Ibid, bls. 26.
145 Sjá Ný félagsrit, sjöunda ár, 1847, bls. 168-77.
46 Skýrslur um landshagi á íslandi I, bls. 585.