Saga - 1990, Page 60
58 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON OG GlSLI ÁG. GUNNLAUGSSON
þessu of víðtækar ályktanir. Vert er að hafa í huga að fólksfjölgun á
tímabilinu var tiltölulega hæg. Þjóðinni fjölgaði að meðaltali um
u.þ.b. 0,4% á ári (og sum árin fækkaði landsmönnum), en á sjötta
áratugi 19. aldar var fjölgunarhlutfallið 1,1%, og fyrstu sex áratugi
þessarar aldar enn hærra. Þótt rætt sé um „framfarir" í atvinnu- og
efnahagsmálum á fyrri hluta 19. aldar, er ljóst að þær áttu sér einkum
stað eftir 1830, gengu tiltölulega hægt fyrir sig og leiddu ekki til
neinna grundvallarbreytinga á þjóðfélagsgerðinni. Þótt á nokkrum
stöðum tækju að vaxa vísar að þéttbýli við sjávarsíðuna var ísland um
miðja 19. öld í aðalatriðum bændasamfélag með svipuðu sniði og á
18. öld. Vaxandi fólksfjöldi sá sér einkum farborða með því að nýta
betur þær auðlindir sem um aldir lögðu grundvöll að lífsafkomu þjóð-
arinnar.
Þýski fólksfjöldasögufræðingurinn Arthur E. Imhofheiur haldið því
fram að landið hafi ekki borið fleiri en 50.000 íbúa á 18. öld. Þegar
íbúatalan nálgaðist þetta „þak" gengu í garð tímabil fólksfækkun-
ar.148 í fljótu bragði virðist þessi skoðun byggjast á kenningu Thomasar
R. Malthusar um samband fólksfjölda og náttúrulegra aðstæðna í sam-
félögum fyrr á öldum.149 Svo er þó ekki. Malthus tók í kenningum
sínum takmarkað tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta sem geta haft
áhrif á fólksfjöldaþróun. Imhof byggir greiningu sína aftur á móti á
sambandi mannfjölda, náttúrulegra aðstæðna, búsetuskilyrða og
framleiðsluaðstæðna annars vegar og áhrifum utanaðkomandi þátta
svo sem verslunarskilyrða, farsótta og náttúruhamfara hins veg-
ar.150 Sé gengið út frá því að kenning hans um fólksfjöldaþróun á
Islandi á 18. öld sé í aðalatriðum rétt, er eðlilegt að spyrja hvort þær
umbætur í búnaði, sjávarútvegi og verslun, sem greint hefur verið frá
hér að framan, hafi lyft því „þaki" sem innri og ytri skilyrði settu
íbúafjölda á 18. öld?
Við álítum að svo hafi verið. Á hinn bóginn er ljóst að innri skilyrði
tóku það takmörkuðum framförum að fólksfjölgun voru enn settar
umtalsverðar skorður um miðja 19. öld. Þetta stafar m.a. af því að
148 Arthur E. Imhof, Aspekte der Befölkerungsentwicklung in den nordischen Ldndern
1720-1750. Teil I. Bern 1976, bls. 315.
149 Sjá Thomas R. Malthus, An Essay on the Principle of Population and A Summary View
of the Principle of Population. Middlesex 1986.
150 Arthur E. Imhof, Aspekte der Bevölkerungsentwicklung, bls. 315.