Saga - 1990, Page 61
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ISLANDI
59
ekki var um eðlisbreytingar á búnaðarframleiðslu og búsetuháttum
hérlendis að ræða. Fólksfjölgun var mætt með útþenslu byggðar,
einkum á heiðunum norðaustanlands og með vexti tómthúsbyggðar í
sjávarsveitum suðvestanlands. Sveitarstjórnir reyndu af festu að
framfylgja atvinnustéttalöggjöfinni, sem einkum miðaði að því að
tryggja húsbændum til sjávar og sveita ódýrt vinnuafl. Péttbýli óx
ekki að marki, né ruddu nýir atvinnuvegir sér til rúms. Það er því
vafalaust rétt ályktað hjá Magnúsi Jónssyni að landið hafi að óbreytt-
um búsetu og atvinnuháttum ekki borið fleira fólk en bjó í sveitum
um 1870 (um 70 þús. manns).151 Heiðabyggðin var í hámarki um 1860,
en eftir það tók henni að hnigna. Þurfamönnum fjölgaði á sjöunda
áratugi aldarinnar og virðist það fyrst og fremst til merkis um vaxandi
atvinnuleysi.152 Pað var ekki fyrr en með vesturferðum og vaxandi
þéttbýlismyndun og breytingum á íslensku efnahags- og atvinnulífi
eftir 1880 sem grundvallarbreytingar urðu á félagsgerð íslensks sam-
félags og ný skilyrði sköpuðust fyrir fólksfjölgun og efnahagsbata.
Aftanmálsgreinar
1 Ritgerð þessi er þannig til komin að annar höfunda, Aðalgeir Kristjánsson, hugðist
rita inngang um félags- og hagþróun á fyrri hluta 19. aldar fyrir rit sem hann hefur
í smíðum. Þegar efnið tók að vaxa í höndunum á honum fékk hann Gísla Ágúst
Gunnlaugsson til liðs við sig um að semja yfirgripsmeiri ritgerð um þetta efni til
birtingar í Sögu. Verkaskipting hefur verið sú að Aðalgeir samdi frumgerð II.—VI.
kafla, en Gísli Ágúst hefur endurskoðað þá, fellt sumt niður, en aukið öðru við og
gengið frá neðanmálsgreinum. Gísli Ágúst hefur samið kafla I. og VII.-X. kafla, en
studdist í VIII. kafla við drög sem Aðalgeir hafði samið um þilskipaútveg. Gísli
Ágúst hefur borið meginábyrgð á að búa ritgerðina til prentunar.
2 Gísli Gunnarsson hefur þó fært sannfærandi rök að því að einatt sé um of alhæft
um áhrif veðurfars á afkomu manna. Þannig sé einatt fjallað um ísland eins og það
væri eitt veðurfarssvæði. Á það beri hins vegar að líta að veðurfarsaðstæður sunn-
an- og vestanlands séu allt aðrar (mildari) en norðaustanlands: „. . .we should not
try to apply phenomena, which are in fact limited to one region, to a much larger
area by assuming that observations are rather universally applicable". Gísli Gunn-
arsson, A Study ofCausal Relations in Climate and History: With an emphasis on the Ice-
151 Magnús Jónsson, Saga íslendinga IX,2. Rvík 1958, bls. 347.
152 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in lceland, bls. 36-8.