Saga - 1990, Qupperneq 62
60 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON OG GÍSLI ÁG. GUNNLAUGSSON
landic experience. (Meddelande frán ekonomisk-historiska institutionen Lunds
universitet, nr. 17). Lund 1980, bls. 25.
Stiftamtmaður og amtmenn sendu ár hvert skýrslur - 0konomiske Bereíninger -
þar sem greint var frá högum landsmanna, veðráttu, atvinnulífi, verslun og heilsu-
fari. Þessum heimildum hefur ekki verið gefinn gaumur sem skyldi. Þar má ætla að
sé að finna traustustu heimildir um veðráttu í einstökum landshlutum á því tíma-
bili sem skýrslurnar spanna.
3 Þótt bólusetning hafi verið lögleidd bendir ýmislegt til þess að allt of lítið hafi verið
flutt til landsins af bóluefni. 1 þessu sambandi er fróðleg frásögn breska læknisins
Henrys Hollands um bólusetningar, en hann kom hingað með leiðangri Macken-
zies árið 1810 og bólusetti m.a. nokkur börn í Reykjavík. Sjá Henry Holland, Dagbók
í íslandsferð 1810. Rvík 1960, bls. 49-50.
4 Hagskýrslur Islands 11,82. Tölfræðihandbók 1984, bls. 13. Þess ber að geta að ungbarna-
dauði var víða í norðanverðri álfunni svipaður því sem hér gerðist, t.d. í norður-
hlutum Svíþjóðar og Finnlands. Sjá Ulla-Britt Lithell, Breast-feeding and Reproduc-
tion: Studies in marital fertility and infant mortality in 19th century Finland and Sweden.
Uppsala 1981.
5 Tölurnar um mannfjöldann 1801 byggja á manntalinu sem tekið var það ár. Hinar
tölurnar eru fengnar úr skýrslum stiftamtmanns (Oeconomiske tabeller) fyrir árin 1831
og 1851. (Þjskjs, Rtk. J 17-654 og ísd. J 2-967). Tölum stiftamtmannanna Kriegers
(1831) og Trampes (1851) ber ekki fullkomlega saman við prentaðar hagtölur, enda
birta hagskýrslurnar Ieiðrétta útreikninga mannfjöldaþróunar. Skekkjan er þó ekki
svo mikil að hún hafi áhrif á meginþróunina sem hér er lýst. Tölur stiftamtmann-
anna eru hins vegar notaðar hér, þar sem á grundvelli þeirra má fá haldbetri upp-
lýsingar um mannfjöldaþróunina í einstökum sýslum og ömtum en unnt er á
grundvelli prentaðra staðtöluheimilda.
6 Fólksfjöldasögurannsóknir erlendis hafa sýnt svo ekki verður um villst að fólks-
fjölgun dregst saman á harðindaskeiðum, ekki einungis vegna hugsanlegra áhrifa
mannfellis, heldur einnig vegna þess að fólk reynir markvisst með þeim ráðum sem
því eru kunn að draga úr barneignum, t.d. með því að draga úr tíðni samræðis og
fresta giftingum (hækkandi giftingaraldur). Einnig hefur verið sýnt fram á að færri
börn fæðast óskilgetin á harðærisskeiðum. Eftir harðindakafla fylgja hins vegar ein-
att tímabil örrar fólksfjölgunar. Um þetta sjá t.d. Roger S. Schofield, „The relation-
ship between demographic structure and environment in pre-industrial western
Europe". 1 W. Conze (ritstj.), Sozialgeschichte der Familie in der Neuzeit Europas. Stutt-
gart 1976, bls. 147-60. Fran^ois Furet, In the Worksltop ofHistory, Chicago 1984, bls.
54-67.