Saga - 1990, Qupperneq 69
I LÁNSFJÁRLEIT 1937-39
67
verið notaður sem tylliástæða til að neita Reykjavíkurbæ um lántök-
una í Bretlandi, en sama viðbára var höfð uppi síðar og þá í löndum,
sem ekki vígbjuggust. Bendir það til þess, að fjármálamenn erlendis
hafi ekki talið fjárhag íslands tryggan á þessum árum, enda hefði við-
bára Breta ella verið hin mesta óskammfeilni.
Forráðamenn Powsecure ráðlögðu Pétri nú að leita hófanna í Hol-
landi. Hann fór að því ráði, en brá sér fyrst á vörusýningu í Leipzig,
en sendi jafnframt dr. Quintus Bosz í Utrecht skeyti og bað hann hitta
sig í Amsterdam hinn 12. marz, en dr. Alexander Jóhannesson hafði
mælt með Bosz þessum og talið hann vinsamlegan íslendingum. Það
reyndist rétt, enda kom Bosz til mótsins og ráðlagði Pétri að leita til
banka í Rotterdam, enda vildu forráðamenn hans allt fyrir íslendinga
gera. Þetta reyndist þó orðum aukið. Pétur ræddi við bankastjóra
Rotterdammsche Bank, þá Lohmann og Koorf, sem van der Mandels
aðalbankastjóri hafði vísað á, en hann var staddur í Kaupmannahöfn.
Þeir lofuðu að leggja umsóknina fyrir aðalbankastjórann, en þetta olli
nokkurri bið. Pétur hélt þá aftur til London og ræddi þar við mr. Hale,
fulltrúa hjá The American Guarantee Trust Co. um möguleika á lán-
töku í Bandaríkjunum að ráði Powsecure, en fékk það svar, að allt
slíkt væri borin von, ástandið væri slíkt, að stærstu og sterkustu fyrir-
tæki fengju ekki útboðslán. Pétur hélt þá til fundar við fulltrúa Rotter-
dammsche Bank, en fékk nú það svar, að bankinn treysti sér ekki til
aðstoðar eins og málum væri háttað. Pétur lætur þess getið, að Hol-
lendingar hafi átt á hinu versta von eftir að Þjóðverjar innlimuðu
Austurríki hinn 13. mars, en lántökuumsóknin var tekin fyrir næstu
daga á eftir.
Fullreynt mátti heita um lántöku í hinum engilsaxneska heimi og
Hollandi, en Pétur Halldórsson var ekki af baki dottinn og hugðist
reyna fyrir sér á lánamarkaðinum á Norðurlöndum. Hann fór um
Þýzkaland og gisti í Hamborg. Þar ríkti mikil gleði og eftirvænting
vegna innlimunar Austurríkis, og menn biðu í ofvæni eftir ræðu Hitl-
ers þá um kvöldið. Pétur kaus aftur á móti að fara í Hansa Theater og
hlusta á Comedian Harmonists, enda gæti hann lesið ræðuna í dag-
blöðum næsta dag, ef sig lysti. Hann játar raunar, að viðbrögð Þjóð-
verja meðan á flutningi ræðunnar stæði gætu verið forvitnileg.
Viðdvölin í Hamborg var stutt. Pétur gaf sér þó tíma til að ræða við
H. Riittgers, forstjóra tryggingafélags, sem Reykjavíkurbær hafði
tryggt hjá árið 1929, og tjáði honum, að tryggingunni yrði sagt upp.