Saga - 1990, Side 70
68
LÝÐUR BJORNSSON
Riittgers lagði á hinn bóginn áherzlu á, að samningurinn yrði endur-
nýjaður, en Pétur taldi marga verða um boðið og vænti betri kjara en
bærinn naut hjá hinu þýzka tryggingafélagi. Hitaveitulánið bar á
góma, og bauðst Ruttgers þá til að koma á viðræðum milli Péturs og
bankastjóra Deutsche Bank í Hamborg eða við áhrifamann í Reichs-
wirtschaftsministerium í Berlín, sem væri vinur sinn. Pétur taldi á
hinn bóginn rétt að bíða átekta, en lætur þess getið, að hann viti hvert
eigi að leita, ef allar aðrar vonir bregðist. Hér var sýnilega farið varleg-
ar í sakirnar en í Rotterdam.
Alþjóðastjórnmál bar á góma í þessum viðræðum, og kveður Pétur
þá báða hafa talað hreint úr pokahorninu. Hann kveður Riittgers vera
víðsýnan, „þótt Hitlers maður sé af sannfæringu og lífi og sál."
Pétur hitti Guðmund Matthíasson í Hamborg, en hann var þar við
tónlistarnám og lifði við þröngan kost að sögn borgarstjóra, sem lét
honum eftir 110 mörk við brottförina.
Frá Hamborg lá leiðin til Kaupmannahafnar, en þangað var komið
hinn 22. marz. Næsta dag borðaði Pétur á veitingastað.
Þar bar það við, sem mér þótti miður gott, að skyndilega sé ég
þar Stein Steinsen, bæjarstj. á Ak., við borð fyrir aftan okkur.
Ég vissi hvað klukkan sló, að hann væri hér þá líka í sláttuferð
fyrir Laxárvirkjun Akureyrar. Ég tók hann tali rétt augnablik
og frétti þá, að hann væri að reyna við Höjgaard. Mér hafði nú
dottið í hug að finna hann - a.m.k. til að heilsa upp á hann -
og þótti þar með séð, að ég gæti ekki verið þekktur fyrir að fara
að leggja mitt mál líka fyrir Höjgaard, en Ól. Thors hafði um
daginn sagt við mig í síma til London, að ég skyldi eiga tal við
Höjgaard eftir að Stgr. Jónsson [Steingrímur Jónsson] kom
heim með fréttir héðan - og það þá líklega þar á meðal, að H.
vildi gjarnan fá að líta á mitt erindi. Jæja - Steinsen var þarna,
og þurfti ég að endurskoða mína stöðu að nýju.
Borgarstjóri gerði sér grein fyrir því þegar í stað, að hann mundi ekki
vera eini íslendingurinn, sem var að reyna fyrir sér á lánamarkaðin-
um í Kaupmannahöfn, enda átti þetta eftir að koma á daginn. Næsta
dag átti Pétur viðtal við Svein Björnsson, sendiherra og síðar forseta
íslands, og kveður margt hafa borið á góma. Hinir margvíslegustu
þræðir virðast hafa leikið í höndum Sveins. Þar beið Péturs með-
mælabréf frá Helga Guðmundssyni til bankastjóra Skandinaviska
Kreditaktiebolaget í Stokkhólmi. Pétur hafði þá ákveðið að fara til