Saga - 1990, Side 74
72
LÝÐUR BJÖRNSSON
jafnframt þær upplýsingar, að ókleift væri að útvega sex milljón
króna lán í Danmörku. Tveggja til þriggja milljón króna lán til greiðslu
á vinnulaunum kæmi aftur á móti til álita. Borgarstjóri taldi á hinn
bóginn æskilegra að taka allt lánið á einum stað og hélt til Svíþjóðar til
að reyna fyrir sér þar. Hann hafði raunar þegar hitt bankastjóra
Skánske bank að máli og afhent þeim gögn um hitaveituna til kynn-
ingar.
Til Svíþjóðar var haldið hinn 2. apríl. Pétur hélt fyrst til Gautaborg-
ar og ræddi m.a. við Bengtson, bankastjóra Göteborgs bank, en bank-
inn vildi kanna áætlanir um hitaveituna nánar og möguleika á efnis-
kaupum í grenndinni. Bengtson skýrði frá því, að timbursali einn,
kunningi sinn, hefði þá nýverið krafið íslenzkt fyrirtæki um greiðslu
og fengið kröfuna endursenda og að hann vissi af fleiri slíkum
dæmum. „Alls staðar er þetta fyrir manni," verður Pétri að orði. Til
Stokkhólms var haldið daginn eftir og rætt við Wallenberg, banka-
stjóra Enskilda banken, samdægurs. Hann kvaðborgarstjóra velkom-
inn til viðræðna, er bankinn hefði kynnt sér gögn hans, en vék síðan
að alþjóðamálum og erfiðleikum á íslandi, sem hann kvað íslendinga
hafa leyst úr vonum framar. Wallenberg taldi víst, að Bretar mundu
neita um lántökur um óákveðinn tíma vegna vígbúnaðar, kvað
Franco telja fsland í hópi óvinaríkja og skoraði á borgarstjóra að koma
því til leiðar eftir heimkomuna, að sendinefnd yrði send til Spánar til
að leiðrétta þetta. Loks vék Wallenberg að ástandinu á peningamark-
aðinum í Svíþjóð, kvað bankann hafa lækkað vexti í 1% hinn fyrsta
apríl (um 50%), en þó tæki enginn út fé vegna ótta við ástandið.
Borgarstjóri hafði lokið erindum sínum í Danmörku og Svíþjóð í
aprílbyrjun 1938, sótt um lán hjá nokkrum lánastofnunum og kynnt
þeim gögn um hitaveituna. Hann hélt því heimleiðis og var á íslandi
í rúmlega einn og hálfan mánuð. Aftur var haldið til Norðurlanda síð-
ari hluta maímánaðar, enda voru þá vonir til þess, að lánastofnanirn-
ar hefðu kynnt sér gögnin og gætu tekið afstöðu til umsóknarinnar.
Pétur sigldi til Björgvinar og fór þaðan um Osló til Gautaborgar og
Stokkhólms. í Gautaborg var rætt við forráðamenn Skánsk Cement-
gjuterie og Ohlson, bankastjóra Göteborgs bank. Hann kvað athugun
á gögnum um hitaveituna ekki lokið, en bankinn hafði ráðið kunnan
verkfræðing, Nordensson að nafni, til að vinna það verk. Ohlson vék
einnig að tilraunum þeirra Jóns Árnasonar, síðar bankastjóra, og
Magnúsar Sigurðssonar, bankastjóra Landsbankans, til að afla láns-