Saga - 1990, Side 76
74
LÝÐUR BJÖRNSSON
sópaði að dónanum, ég get ekki sagt annað." Önnur samkoma var
haldin að kvöldi hins 22. júní.
Stef. Porv. [Stefán Þorvarðsson] hélt ræðustúf af hálfu okkar
landa bæði í Rathaus og þarna í boðinu, og var hvorugt gott.
Miður sín dálítið og ókrítiskur (svo sem flestir eru að vísu).
Oddur Guðj. hélt þar og ræðustúf og fékk hrós landa, en átti
tæplega skilið, fannst mér. Líka augljós framhleypni. Annars
voru ræður á þinginu prýðilega fluttar: Danskur ungur kontor-
chef, Willumsen, talaði vel og svo út úr pokanum og frá hjart-
anu, að nazistar hálffyrtust (en af einkennisbúnum mönnum
var mjög margt á fundunum), finnskur próf. Kailu talaði ákaf-
lega prýðilega og sagði ekkert, sem ekki fékk staðizt (ég sat við
hlið hans um stund í Annen-Museum og gat fengið tækifæri til
að þakka honum og segja honum velmeint kompliment, sem
honum þótti gaman að - svo var hann og frú hans kölluð til
borðs Alfr. Rosenbergs til að sitja hjá honum - honum hefir
líka fundist til um ræðuna). Svíinn protokols. Ols. talaði sterkt
og myndarlega og ákveðið nazistískt að kalla, og vakti fögnuð
þýzkra en óánægju danskra, heyrði ég. Norðmaðurinn gerði
engin veizluspjöll, heldur bágur en merkiskall, heyrnarlítill.
Margir Islendinganna sóttu sólstöðuhátíð lögreglu- og SS-manna við
annað borgarhliðið. „Pað var bara brenna og ræða og hornamúsik og
ekkert sérlegt."3
Valgeir Björnsson bæjarverkfræðingur var borgarstjóra til aðstoðar
í leitinni að lánsfé. Hann hafði þær fréttir að færa, eftir að Pétur kom
aftur til Svíþjóðar frá Lúbeck, að Nordensson teldi tekjuáætlun hita-
veitunnar vera 45-50% of lága. Þetta þóttu góðar fréttir, enda virtist
hitaveitan nú vera mun glæsilegra fyrirtæki en áður. Pétur og Valgeir
ræddu við Ohlson, bankastjóra í Gautaborg, sem fræddi þá á því, að
þeir Jón Árnason og Magnús Sigurðsson hefðu veitt hér heldur
óglæsilegar upplýsingar um hag lands og þjóðar, enda hefði umleitan
þeirra verið neitað. Ohlson taldi rétt að bíða og sjá hvernig síldveiðar
gengju við ísland á sumri komanda, áður en afstaða yrði tekin til hita-
veitulánsins. Hann taldi einnig nauðsynlegt að útvega ríkisábyrgð
vegna lánsins. Pétur hafnaði biðinni og braut upp á því, hvort ekki
væri unnt að semja frumvarp að lántökusamningi. Ohlson féllst á
þetta og ritaði hjá sér aðalatriði slíks samnings. Borgarstjóri óskaði þá
eftir því, að kannað yrði, hvort lán með 4% vöxtum kæmi til álita,