Saga - 1990, Page 79
I LÁNSFJÁRLEIT 1937-39
77
Næstu daga var reynt að þoka málinu áleiðis. Wiberg ræddi við
Marcus Wallenberg og greindi borgarstjóra frá niðurstöðum hinn 25.
júlí. Wiberg hafði punktað hjá sér meginatriði viðtalsins og las þetta
upp fyrir Pétri, 4-5 vélritaðar fólíosíður. Pétur skýrir konu sinni frá
punktunum í bréfi, sem var ritað að kvöldi þessa sama dags. Hann
tekur fram, að hér sé um leyndarmál að ræða, og biður konu sína sér-
staklega fyrir það. Hér þykir þó rétt að birta þennan kafla bréfsins,
enda er langt um liðið. Bréfkaflinn kann einnig að skýra, hvað raun-
verulega gerðist í Svíþjóð.
Meðal bankanna hér (og víða eins og sambönd þeirra ná til út
úr landinu) er nokkurs konar frímúrararegla - samtök og sam-
vinna, þótt í flokkum (í Svíþjóð tvennir) sé með nokkurri sam-
keppni, þá eru vandrataðar hinar réttu götur fyrir ókunnuga,
ef bankarnir sjálfir ekki passa að halda reglurnar og leiðbeina í
þessu efni. Vaka bankarnir mjög yfir öllum, sem leita lána til
útboðs almenningi, og hafa misjafna aðstöðu til að koma
svona lánum fyrir. Líka er þarna vakandi „jalousie" og alls
konar hrekkir og „fornærmelse" möguleikar milli bankanna og
banka- og vátryggingarfélaga eða annarra stórra verðbréfa-
kaupenda. Þarna er verið í undarlegum skuggaheimi fyrir þá,
sem ekki þekkja til - og má margt um þetta segja (í Svíþjóð er
það nú svo, að Enskilda bank með Jacob og Marcus Wallen-
berg jun. í broddi ráða eiginlega öllu - þeir geta líka ráðið um
hvað vel tekst eða illa eða ekki það sem smærri bankarnir eru
að kauðast með!!). Petta er nú umhverfið. (Nú skil ég betur, að
Handelsbanken hér í Kbh. skoðar sig (eins og mér varðaði
[svo] í bréfi til þín í marz), sem nokkurs konar agent fyrir Wall-
enbergana). Nú lenti ég ófyrirsynju í höndunum á Skánske
banken og Göteborgs bank í vor - þeir áttu að vita, að ísland
(og sér i lagi Rvík) er í höndunum á Wallenberg síðan Sogslán-
ið var tekið. Látum nú vera - þeir vilja gjarnan fyrirgefa þetta,
en nú kom annað verra. Þjóðbankastjórinn frá íslandi (og
form. bankaráðsins, sem hvergi er nefndur) kemur nú um
sama leyti sem ég kem aftur - og gerir nú hverja vitleysuna
annarri verri. Hann veður um eins og blindur maður í skógi og
rekur sig á mörg tré. Er með eyðileggjandi upplýsingar um
fjárhag landsins og fer í ríkisbankann - sem engin lán veitir.
Ríkisbankastjórinn í Sthm. vill hjálpa, og þeir leita jafnvel í