Saga - 1990, Page 80
78
LÝÐUR BJÖRNSSON
Póstsparibankann sænska. Wallenbergarnir brosa að þessum
blindingsleik og allir bankastjórarnir í Sthm. frétta þessi ósköp
og stinga saman nefjum um að þarna sé þjóðfélag að fara á
hausinn og komi blindandi í örvæntingu sinni til þess að biðja
um lán til þess að borga Englendingum með af lánum, sem
þeir eiga hjá okkur! Pá setti alla hljóða - þeir gáfu frokost, og
ríkisbankinn middag, en prívatbankarnir, sem öll lán eru und-
ir komin, drógu sig alveg í hlé! Petta fór alveg með alla mögu-
leika á lánsfé til íslands, eins og sakir standa.
Wallenberg svaraði því aftur adv. Wiberg eins og Nach-
mansson mér: Við viljum gjarnan að þetta megi ganga fram.
Við skulum eftir nokkra mánuði (síldarvertíðin?!) taka þetta til
athugunar með velvilja. Pegar kemur fram í janúar (sagði
Wallenberg) skulum við skoða það sem orðið er eins og
mosagróið aftur og ef ekki neitt nýtt spillir því, þá skulum við
reka málið fram svo lítið beri á (við getum undirbúið það í
kyrrþei þangað til) - en blessaður (sagði Wall. við Wiberg) lát-
ið þið þá ekki bera svo á, að málið sé tekið upp: Ég vil ekki, að
allir bankastjórar Sthm. frétti eða sjái, að borgarstjórinn í Rvík
er aftur kominn til Sthm."
Málinu virtist lokið. Pétur Halldórsson ræddi þó tvisvar við Hede-
gaard, bankastjóra Handelsbanken í Kaupmannahöfn, sem tjáði hon-
um í fyrra skiptið, að bankinn hefði orðið að gangast fyrir lausn á
greiðsluvanda ríkisins, áður en lán til hitaveitunnar var tekið til
athugunar. Síðar ráðlagði bankastjórinn bið að sinni. Pétur hugleiddi
þá að gera tilraun í Þýzkalandi og ráðfærði sig við Eystein Jónsson
ráðherra og Ólaf Thors. Hinn síðarnefndi ráðlagði borgarstjóra að
fara með mikilli gát í Þýzkalandi og ræða þar aðeins við rétta menn.
Eysteinn ráðgaðist við Skúla Guðmundsson atvinnumálaráðherra
og kvað síðan borgarstjóra heimilt að leita samninga í Pýzkalandi,
enda yrðu slík viðskipti öll bundin við reikningsskil á milli banka
(clearing), og telur Pétur slíkt sjálfsagt.
Borgarstjóri fór að ráðum Hedegaards, enda var ekki um aðra kosti
að ræða á Norðurlöndum. Þýzkalandsferðin var ekki farin, en þýzk
fyrirtæki höfðu ritað borgarstjóra og látið í ljós áhuga á að selja efni til
hitaveitunnar. Pétur hélt heim, en síðar á árinu fór Steingrímur Jóns-
son rafmagnsstjóri til Kaupmannahafnar vegna afhendingar Sogs-
virkjunar. Pá kom fram, að Hojgaard hafði áhuga á að taka að sér gerð