Saga - 1990, Page 82
80
LÝÐUR BJÖRNSSON
Kaupmannahafnar á morgun og að borgarstjóri hafi heimild til að
ganga frá samningum. Gerð er grein fyrir fjármögnun og fyrri verk-
efnum Hojgaard & Schultz á fslandi og tekið fram, að væntanlega
muni helzti draumur borgarstjóra rætast fljótlega. Þessu eru raunar
einnig gerð skil í Politiken,6
Pétur Halldórsson kom til Kaupmannahafnar hinn 8. júní. Allt virt-
ist klappað og klárt, en þá kom óvænt babb í bátinn. Hojgaard &
Schultz töldu nauðsynlegt að fá tryggingu fyrir því, að yfirfærsla
danskra króna í íslenzkar til greiðslu á vinnulaunum o.fl. vegna hita-
veituframkvæmdanna gengi snurðulaust fyrir sig og ræddu þetta við
Magnús Sigurðsson Landsbankastjóra, sem var staddur í Kaup-
mannahöfn. Magnús vildi þá sem minnst um þetta tala og kvaðst
vera ókunnugur málinu. Þetta endurtók sig á fundi hans með fulltrú-
um Handelsbanken næsta dag, en þann fund sat m.a. lögfræðingur
bankans. íslendingarnir tóku þá að reyna að leysa hnútinn. Magnús
og Pétur spiluðu l'hombre eina kvöldstund og ræddu málið. Þar
kveðst Pétur hafa lesið Magnúsi pistilinn og sagt, „að hann þyrfti ekki
hér að láta eins og hann einn vissi allt og enginn neitt af þeim, sem
samþykkt hafa allt málið í ríkis-, bæjar- og Landsbankastjórn og
bankaráði." Magnús kvaðst á hinn bóginn hafa sínar fyrirskipanir
(sem Pétur kveður engan fá að sjá) og vera á förum til London og ekki
skrifa upp á neitt í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson sendiherra var
viðstaddur og lagði að Magnúsi, en hafði ekki erindi sem erfiði í þetta
skipti. Pétri liggja mjög þung orð til Magnúsar að þessu sinni. Þeir
ræddu saman aftur tveimur dögum síðar. Þá kvaðst Magnús þurfa
umboð frá Reykjavík, en Pétur var kominn að þeirri niðurstöðu, að
hér væri um að ræða ergelsi yfir því að fá ekki að leggja sitt af mörkum
og að einhver annar hefði yfirleitt leyft sér að útvega lán til hitaveit-
unnar án þess að biðja hann ásjár. Borgarstjóri telur einnig, að ótti
Magnúsar við „höfuðpaura Framsóknar og Tímaklíkuna" hafi haft
sitt að segja.
Þetta þóf tók um vikutíma, en Magnús gaf smám saman eftir, t.d.
að loknum viðtölum við þá Jón Krabbe sendifulltrúa, Svein Björnsson
sendiherra og þá Hedegaard og Hojgaard. Magnús heimsótti Pétur á
Hótel Astoria hinn 14. júní og skýrði honum frá viðtali við þá síðast-
nefndu léttur í skapi.
Sagði að hann hafi heyrt á þeim báðum, að ,aumingja kallinn'
[líkl. Hojgaardj hafi svo lítinn hagnað á verkinu, að hann megi