Saga - 1990, Page 90
88
HAUKUR SIGURÐSSON
að þorskur fylgdi jafnan síldargöngum. Ólafur Ólavius segir frá því í
Ferðabók sinni að síld hafi gengið inn í Djúp, inn á Húnaflóa og Eyja-
fjörð en hafi ekki verið nýtt til beitu.1 í heimildum frá 18. öld er víða
vikið að því hversu lítið og illa menn nýti síldina.2
Mestalla 19. öld veiddu íslendingar varla síld svo að heitið gæti. Þá
skorti veiðarfæri og þekkingu til að nýta hana. Magnús Þórarinsson á
Flankastöðum á Miðnesi hefur sagt sérkennilega og broslega sögu af
því hve ónýtir menn voru á síld rétt fyrir daga íshúsanna.
Vorið 1894 reru Miðnesingar í góðum gæftum dag eftir dag
fram í svokallaða Hvalnespolla. Lágu þeir þar við fast, beittu
ræksnum og reyttu dálítið með langri setu og miklu sargi. Þeir
fóru að veita því athygli á leið til og frá miðum, að sægur af
hafíssúlu var stöðugt að stinga sér, og loks kom að því, að þeir
sáu hafsíld á floti. Duldist þeim þá ekki hvað þarna var á seyði.
En með hvaða hætti átti að ná nokkrum síldum? Formanni
hugkvæmdist þá að taka með sér byssu í næsta róður, skjóta
nokkrar súlur og reyna að kreista upp úr þeim fáeinar lítið
meltar síldar. Þetta tókst. Upp úr hverri súlu komu 1-3 síldar.
Um kvöldið kom báturinn sökkhlaðinn að landi. Þetta varð til
þess, að nokkrir Miðnesingar sameinuðust um að kaupa
síldarnet.3
Menn veiddu síldina í silunganet og skutluðu hana með síldarskutli á
sama tíma og Norðmenn veiddu hana í lagnet fyrir Austur- og
Norðurlandi. Þegar kom fram undir síðustu aldamót, var beituskort-
ur farinn að há sjómönnum verulega víða um land. Kom þá tvennt til.
Fiskveiðar höfðu aukist og beituþörfin því orðið meiri. Einnig var
hugsanlegt að gengið hefði verið um of á sum beitusvæðin. Bjarni
Sæmundsson fiskifræðingur vék að þessum beituskorti í skýrslu
sinni til landshöfðingja 1895. Hann segir að víða sé kvartað yfir því að
kræklingur sé að þverra og spyr hvort það sé ekki vegna þess að
ákvarðanir vanti sem byggi á rannsóknum. Ekkert hafi hér verið
athugað um æxlunartíma skeljanna. Mikil viðkoma geti farið forgörð-
um ef skeljar með eggjum eða ungar skeljar væru rifnar upp.4
1 Ólafur Ólavius: Ferðabók I (Rv. 1964), 208, 257. II (Rv. 1965), 50.
2 Níels Horrebow: Frásagnir um ísland (Rv. 1966), 186. Hggert Ólafsson: Ferðabók II
(Rv. 1943), 58, 262.
3 Lúðvík Kristjánsson: Islenzkir sjávarhættir IV (Rv. 1985), 98.
4 Bjarni Sæmundsson: „Fáein orð um fiskveiðar vorar." Andvari, 20. árg., 1895,157.