Saga - 1990, Síða 94
92
HAUKUR SIGURÐSSON
algengt gagnrýnisatriði á síld sem beitu, að hún gerði fiskinn beitu-
vandan, þó að sá fiskur sem átti að verða beituvandur hefði ekki snert
síld, því annars væri hann þegar veiddur!
Mótrök Odds voru tölur um afla til að rökstyðja með skoðun sína
um meiri afla af síldarbeitu. Einnig að benda á hvað erlendur vísinda-
maður segi um þessi mál. Pví má segja að gamli og nýi tíminn hafi
þarna skipst á orðum.
Oddur tók þetta mál til frekari meðferðar í Fiskveiðamálum II. 1887.
Þar nefnir hann í sex liðum það sem menn hafi á móti síld sem beitu.
1. Að hreistur síldarinnar tæti þorskinn út um allan sjó með bliki
sínu. 2. Hafsíldin losi og flæmi svo þorskinn burt. 3. Par sem síld sé
beitt verði ekki önnur beita notuð. 4. Hafsíldin spilli veiði í mílna
fjarlægð. 5. Óviðunandi sé að afla síldarbeitu vegna kostnaðar og
tímatafar. 6. Ekkert fiskist þegar hafsíld fáist ekki.13
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri skrifaði grein í ísafold 1896 og
nefndi „Brot úr íslenzkri menningarsögu". Honum fannst þeir menn
daufir sem horfðu á síldina við fjöruborðið en hefðu ekki netstúf til að
veiða hana í. Sumir telji síldina ónýta beitu, aðrir að hún sé tálbeita.
Mig langar til, að vjer gætum einnig orðið sammála um annað
atriði og það er: að síldin getur ekki „eitrað sjóinn" nema þann
tíma og á því svæði, sem hún er brúkuð, en ekki fram í
tímann, eins og sumir álíta, t.d. að þegar síld erbeitt í Garðsjó
eða á Sviði í miðjum apríl, þá geti sá fiskur, sem þá daga er
austur við Reykjanes eða vestur við Jökul, og kemur hingað í
miðjum maí, ekki vitað, að síld hafi verið beitt í miðjum apríl
fyrir þá fiska, sem þá voru dauðir, komnir á land og soðnir og
jetnir, eða þá saltaðir og fluttir á skipsfjöl til útlanda.
Af þessum ástæðum geta engin veiðispjöll orðið að því í
júní, þó síld sé höfð til beitu nú, því nýgenginn fiskur getur
aldrei orðið beituvandur fyrir þá síld, sem beitt var áður en
hann kom og hann hefur aldrei sjeð.14
TrygSv* Gunnarsson hefur glögglega tekið eftir fordómum manna
gagnvart beitusíld. Hann segir í grein sinni að menn hafi fremur
gengið um iðjulausir í landi en kaupa beitusíld sem þá hafi verið til í
13 Fiskveidamál II, 12-13.
14 Tryggvi Gunnarsson: „Brot úr íslenzkri menningarsögu." tsafold 22. apríl 1896. 13.
árg., 25. tbl.