Saga - 1990, Page 97
UPPHAF ÍSHÚSA Á ÍSLANDI
95
að láta lóðir liggja í sjó á nóttunni, hafa þeir viljað hlífa sér við skaða
sem stundum varð þegar lóðanna var ekki vitjað reglulega. Var
stundum talað um að þær vildu flækjast og tapast í veðrum. Þegar
saman fór takmörkun bæði á lóðanotkun og síldarbeitu, var búið að
torvelda auknar veiðar sjómanna.
Skagfirðingar máttu frá 25. mars 1891 nota lóðir og beita síld innan
línu sem dregin var frá Reykjadiski að vestan í syðri enda Málmeyjar.
En fyrir utan þessa línu mátti nota lóð og beita síld á tímabilinu frá
byrjun apríl fram í miðjan júlí. Ekki ósvipað ákvæði gilti um svæðið
fyrir norðan Drangey vestur á Selnes á Skaga.21
Strandamenn virðast ekki hafa óttast síldina sérstaklega, en þeir
vildu engan skelfisk á lóðir allt árið. Þeir hafa sennilega lítið haft síld
til beitu fyrst þeir minnast ekki á hana. Þetta var samþykkt þeirra 20.
október 1888.22
16. ágúst 1879 bönnuðu ísfirðingar mönnum að beita síld á lóðir á
öllum fiskimiðum ísfirðinga frá 1. apríl til 15. maí. ísfirðingar vildu
ekki leyfa mönnum að láta lóðir liggja í sjó á næturnar frá veturnótt-
um til sumarmála. Kræklingurinn fékk harðari dóm en síldin þar sem
ekki mátti nota hann til beitu á neinu fiskimiði ísfirðinga frá 1. des. til
1- maí næsta ár.23
Þessi samþykkt Vestfirðinga hefur eflaust sprottið af því að alþingi
hafði tveim árum fyrr fellt frumvarp Stefáns Stephensens, þing-
rnanns ísfirðinga, um fiskilóðalagnir á svæðinu milli Hornbjargs og
Stigahlíðar. í ástæðum fyrir frumvarpinu sagði að lóðirnar vestra
væru svo dýrar og menn misstu þær í hafís og ofviðri. Betra væri að
faka þær á land á hverju kvöldi. Lóðafiskur væri oft dauður, blóð-
hlaupinn og menn neyddust til að salta hann.24
Halldór Kr. Friðriksson, þingmaður Reykvíkinga, sagði að þeir sem
kvörtuðu væru þeir sem ekki hefðu dugnað til að bjarga sér eins og
aðrir. Ef þetta frumvarp yrði að lögum, væri mönnum bannað að fá
nokkuð úr sjó á veturna. Vakti Halldór athygli á því að aðeins 15 nöfn
staeðu undir bænarskránni.
Flutningsmaður sagði að þeir fyrir vestan hefðu undirbúið mál
21 Stjt. 1891, B, 52.
22 stjt. 1888, B, 133.
23 Stjt. 1879, B, 91.
24 Alþingistíðindi 1877, B, 243-244.