Saga - 1990, Page 98
96
HAUKUR SIGURÐSSON
þetta fyrst í hreppunum og hreppar samið bænarskrár hver fyrir sig.25
Fyrrnefnt bann við síldarbeitu endursamþykktu ísfirðingar 11. okt-
óber 1887 og gilti það fyrir veiðar á opnum skipum á svæðinu frá Geir-
hólma að Öskubaki.26
Á síðustu tveim áratugum síðustu aldar urðu harðar deilur manna
við Faxaflóa um veiðar í flóanum. Bóndi úr Strandarhreppi skrifaði í
ísafold í apríl 1885. Hann segir að bestu fiskimenn og útvegsbændur
álíti ýsulóð hér um vetrartímann hið háskalegasta veiðarfæri fyrir
fiskigöngur. Nú sé sú skoðun að ryðja sér til rúms að síldin sé var-
hugaverð beita, en menn hafi undanfarið neyðst til að nota hana
vegna skorts á hentugri beitu. Menn telji sig hafa sannreynt að fiskur-
inn hverfi nokkrum dögum eftir að síld hafi verið beitt í stríðum
straumi. Þegar síld sé beitt, fáist ekki fiskur daginn eftir á sama stað.
Bóndi telur helsta ráð við þessu stöðugan niðurburð af þorskhrogn-
um og grásleppuhrognum, sem hann telji þó gagnlausan í stríðum
straumi.27
9. júní 1885, tveim mánuðum eftir að bóndi skrifaði grein sína,
samþykktu menn fyrir Rosmhvalaneshrepp innan Skaga, Vatns-
leysustrandar-, Garða- og Bessastaðahrepp um fiskveiðar á opnum
bátum og skipum. Par var aðalatriðið hvar mætti veiða og leggja
þorskanet.28
í svipaðri samþykkt frá 1890 sagði að enginn mætti leggja ýsulóð í
sjó frá 1. jan. til 11. maí ár hvert. Þá mátti enginn leggja þorskanet
fyrr en 7. apríl ár hvert.29 Þessi niðurstaða sýslunefndar var samþykkt
á fjölmennum fundi í Hafnarfirði 26. nóv. 1890. 300 voru með en 70 á
móti.30
Þórarinn Egilson í Hafnarfirði sagði í blaðagrein að tilgangur sam-
þykktarinnar hafi verið að koma í veg fyrir að einn hreppur með gest-
um sínum hafi leyfi til með yfirgangi og óforsjálni að hrekja burt fiski-
gönguna þegar hún er að leita inn á flóann og leiða þannig eymd og
volæði yfir alla hina hreppana.31
25 Alþingistíðinái 1877, B, 249-250.
26 Stjt. 1887, B, 101.
27 „Ysulóðin austanfjalls og hjer syðra m.fl." e. bónda í Strandarhreppi. Isafold 8.
apríl 1885. 12. árg., 16. tbl.
28 Stjt. 1885, B, 71-72.
29 ísafold 22. nóv. 1890. 17. árg., 94. tbl.
30 ísafold 29. nóv. 1890. 17. árg., 96. tbl.
31 ísafold 11. jan. 1896. 23. árg., 2. tbl. Viðaukablað.