Saga - 1990, Qupperneq 101
UPPHAF ISHÚSA A ÍSLANDI
99
nokkuð af ísnum sem þurfti að bæta látlaust í. En með þessu dró
ísinn í sig hita matvælanna. Snemma tóku menn eftir því að auka
mátti kulda íssins með því að blanda hann salti, kuldinn vex með
auknu salti. Ef venjulegu matarsalti er blandað í ís, getur frostið í slík-
um saltís orðið allt að -21°C. Ef kuldinn nær —4°C, er hægt að geyma
ýmsar tegundir matvæla í slíkri saltísblöndu vikum saman án nokk-
urra verulegra skemmda. Kuldinn kemur í veg fyrir vöxt sýkla, gerj-
un og myglu.1
Á fyrstu áratugum síðustu aldar varð mjög ör fólksfjölgun í borg-
um Englands. Upp úr 1840 fóru nokkrir Englendingar að velta því
fyrir sér hvernig mætti geyma matvæli í ís góðan tíma í senn. 1842
fékk H. Benjamin þar í landi einkaleyfi á þeirri frystiaðferð að dýfa
matvælum í blöndu af salti og ís. Tilbrigði við þessa aðferð komu síð-
an fram bæði í Englandi og Bandaríkjunum. Virðist hvort tveggja
hafa verið gert upp úr miðri 19. öld að setja pönnur með saltís yfir það
sem átti að frysta og stinga matvælunum í hólf eða kassa með saltís.2
í Bandaríkjunum var mikil kjötframleiðsla í vesturfylkjunum þar
sem nautgripahjarðir voru miklar og svínabú stór. Þaðan barst salt-
þurrkað kjöt til borga austurstrandarinnar, en nýtt kjöt frá bændum í
austanverðu landinu. Hængurinn var að kjötið skemmdist og var því
fremur slátrað að vetrinum. Upp úr 1870 voru komnir kæliklefar í
helstu sláturhúsin og menn fóru að innrétta kælivagna í járnbrautar-
lestir um svipað leyti. Þar með þurfti kjöt ekki að skemmast sem
áður í löngum flutningum um þver Bandaríkin.3 í þessum kælivögn-
um voru hólf til beggja enda með saltís. Þeirri blöndu var komið inn
í hólfin án þess að opna klefana þar sem matvælin voru geymd. Kald-
ur loftstraumur frá kælihólfunum hélt við frosti í matvælunum sem
var raðað í klefann eftir því hversu mikið átti að frysta þau, næst
frystihólfi þau sem átti mest að frysta.4
Þegar íslendingar fluttust til Kanada upp úr 1870, byggðu margir
1 Encyclopaedia Britatmica, Macropaedia 15, Knowledge in Depth. (Chicago, London, Tor-
onto, Geneva, Sidney, Tokyo, Manitoba, Seoul 1989), 563-64.
2 Encyclopaedia Britannica 9. (Chicago, London, Toronto, Geneva, Sidney, Tokyo
1965), 546.
3 Moss M. Robertson: History of the American Economy (New York, Chicago, San Fran-
cisco, Atlanta 1973), 327.
4 Malcolm Keir: The Epic of Industry. A Pageant of America. A Pictorial History of the Unit-
ed States, V (New Haven 1926), 263.