Saga - 1990, Síða 102
100
HAUKUR SIGURÐSSON
þeirra sér bú á bökkum hinna fiskisælu vatna, Winnipegvatns og
Manitóbavatns. Fyrstu árin veiddu þeir fyrir eigin maga eingöngu en
fisksala bættist fljótt við. Á níunda áratug síðustu aldar voru mynduð
fiskveiðifélög um veiðar á Winnipegvatni sem varð til þess að meira
var veitt af fiski og selt. Ýmsir íslendingar voru í þessum félögum og
aðrir landar seldu þeim fisk. Um 1890 voru fiskimennirnir á annað
hundrað með aðeins færri báta og veiddu 476.000 pund af fiski.5 Þetta
hefur því ekki verið nein stórútgerð, mikið til eins og tveggja manna
för og aflinn rúmlega tvö tonn á fiskimann. Þessum fiskifélögum
kynntist ísak Jónsson, síðar frömuður íshúsa á íslandi. Kunningi
hans var Bjarni Jóhannsson bóndi í Engihlíð í Geysirbyggð, en Bjarni
flutti fisk frá sjómönnum á vatninu til fisksölufélaga í Selkirk á austur-
strönd vatnsins.6 Þeir Hannes og Jóhannes Hannessynir hafa senni-
lega fyrstir íslendinga reist íshús þar vestra, í Gimli um 1890.7 Þegar
meira var veitt, verkað og selt af fiski við vatnið, voru íshús byggð.
Þau risu mörg meðfram vatninu frá Gimli að Hnausum.8
íslendingar fóru að veiða á Manitóbavatni um svipað leyti og veiðar
þeirra hófust á Winnipegvatni. Talið er að Helgi Einarsson frá Neðra-
nesi í Stafholtstungum hafi fyrstur Islendinga stundað verulegar
veiðar að sumrinu á þessu vatni.9 Helgi myndaði fisksölufélag með /.
W. Guest fiskkaupmanni í Winnipeg. Guest útvegaði Helga við í
íshús. Segist Helgi hafa komið 300 tonnum af ís í sitt íshús,10 en lýsir
húsinu ekki nánar. Hann segir ekki hvenær hann hafi reist húsið, en
það virðist hafa verið um 1896, um tveim árum eftir að ísak Jónsson
hélt frá Kanada til íslands.
Þau íshús sem ísak kynntist í Selkirk reistu Kanadamenn.11 En
hann kynni að hafa séð hús þeirra Hannesson-bræðra. Aðrir landar
kunna að hafa byggt íshús við Manitóbavatn á undan Helga. En frétt-
ir af framtakssemi manna vestur í Kanada í þessu efni, bárust til
íslands og höfðu sín áhrif.
5 W. Kristjansson: The lcelandic People in Manitoba. A Manitoba Saga. (Winnipeg 1965),
420.
6 Þorsteinn Þorsteinsson: Saga lslendinga í Vesturheimi, III (Rv. 1945), 393.
7 Sama heimild, 395.
8 Gimli Saga. The Historp of Gimli (Manitoba 1975), 227.
9 Tryggvi J. Oleson (ritstjóri): Saga Islendinga í Vesturheimi, IV (Rv. 1951), 296.
10 Ævisaga Hetga Einarssonar frá Neðranesi (Rv. 1954), 138.
11 Bréf ísaks Jónssonar 30. júní 1889 til Tryggva Gunnarssonar. Bréfasafn Tryggva
Gunnarssonar 10, 162, 1. Skjalasafn Seðlabanka íslands.