Saga - 1990, Page 103
UPPHAF ISHÚSA Á ISLANDI
101
2. ísak Jónsson vekur athygli á íshúsum
Hér að framan hefur ísaks Jónssonar verið getið. í þessari grein verð-
ur sagt frá viðleitni hans að kynna íslendingum íshús og hver við-
brögð þeirra urðu.
ísak var fæddur á Rima í Mjóafirði árið 1842. Á unga aldri gerðist
hann sjómaður. Um 1870 var hann vinnumaður hjá séra Vigfúsi Gutt-
ormssyni á Ási í Fellum. Segir ísak að séra Vigfús hafi látið hann róa
frá Mjóafirði og að menn hafi ekki haft annað í beitu en fiskinn
sjálfan, kindagarnir og lungu. Einstaka maður hafi verið farinn að
nota skelfisk til beitu.12
En um svipað leyti hófu Norðmenn að veiða síld úti fyrir Austur-
landi og keyptu íslenskir sjómenn af þeim beitusíld ef þeir.gátu ekki
veitt hana sjálfir. En mönnum gekk illa að geyma síldina. Segist hann
oftast hafa heyrt Hjálmar Hermannsson, bónda á Brekku í Mjóafirði,
en hann var föðurbróðir Isaks, ræða hvernig ætti að verja síldina
skemmdum. Ráðið varð að grafa dálitla holu inn í sandhól sem kall-
aður var Pinghóll. Holuna fylltu þeir síðan með ís og létu síldina í
ísinn. En kuldinn var ekki nægilegur, síldin þránaði og rotnaði.13 ísak
segir að hann hafi flutt vestur til Kanada vegna beituleysis heima.
Með Isak fór Jón Sveinsson, bróðir Benedikts Sveinssonar alþingis-
forseta, af sömu ástæðum að sögn ísaks.14 Kona ísaks var Sveinbjörg
Jóhannsdóttir og með þeim fóru börn þeirra tvö á fimmta og fyrsta
ári.15 Þau Iögðu af stað frá Seyðisfirði 25. júní 188816 og voru komin
vestur í júlí.17 Segist ísak hafa skrifað Hjálmari þá þegar þetta fyrsta
haust um íshúsin en ekkert svar fengið. Fleiri framtaksmönnum á
Austurlandi skrifaði hann einnig með sama árangri. ísak hafði skýr-
ingu á þessu og hitti þar naglann á höfuðið. „Þarna kom fram gamla
tortryggnin hjá íslendingum, ótrúin á öllum nýbreytingum. Sje það
eitthvað, sem kostar peninga, en sem þeir ekki skilja, þá er vaninn, að
sinna því ekki."18
H Isakjónsson: íshús og beitugeymsla (Akureyri 1901), 7-8.
13 Sama heimild, 11.
14 Sama heimild, 12.
13 Júníus Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914. A Record of Emigrants from Iceland to
America 1870-1914 (Rv. 1983), 68.
16 Bréf ísaks Jónssonar til Tryggva Gunnarssonar 30. júní 1889.
12 íshús og beitugeymsla, 13.
1® Sama heimild, 13.