Saga - 1990, Page 109
UPPHAF ÍSHÚSA Á ÍSLANDI
107
Tryggvi segir síðan að Sigurður hafi komið til sín næsta dag. Þá hafi
hann minnst á ísak við Sigurð og að bréf hefðu farið á milli þeirra.
Segist Tryggvi hafa verið staðráðinn að koma upp íshúsi í Reykjavík.
en eg var ragur við að taka ísak, því að eg þekti hann vel, og að
hann hefði að minni meiningu verið mjög latur maður. En
samt vildi eg biðja hann að ráða hann til mín, ef hann vissi ekki
um neinn, sem væri betri. Hann kvaðst þekkja einn mann,
sem væri frændi sinn og æfður frystingamaður og mjög trúr.37
Reynslan sagði annað um ísak. Hann sýndi mikinn dugnað þegar
hann ferðaðist um Austfirði, reisti íshús og leiðbeindi mönnum um
byggingu þeirra. Er eins og Tryggvi sé eftir á að finna sér gilda skýr-
ingu á því hvernig honum fórst við ísak.
Tryggvi segist síðan hafa setið á skrifstofu sinni um haustið þegar
maður hafi gengið inn og sagst heita Jóhannes Nordal. Hefði hann
verið með bréf frá frænda sínum í Ameríku. Eins og áður sagði þá
sagðist Sigurður í bréfi til Tryggva ekki hafa fastbundið neitt við
Jóhannes. Tryggvi segir hins vegar í þessari frásögn að Sigurður hafi
haft umboð frá sér til að ráða mann til sín og því tæki hann Jóhannes.
Rétt þegar eg hafði slept orðinu, var aftur barið að dyrum, og
inn kemur ísak. Hann segir við mig: „Hér er eg nú kominn, eg
hef heyrt að þér ætlið að byggja íshús". „Já", svaraði eg „en
eg, en nú þarf eg yðar ekki með. Eg hef ráðið manninn, sem
hérna situr, til að vera formann íshússins". Við þetta varð ísak
hálfvondur í skapi og hálf hrakyrtur [svo]; en eg sagði að það
þýddi ekki, því að hann hefði ekki einn staf frá mér um það, að
eg hefði beðið hann að koma.38
Þarf ekki annað en að bera þessi orð Tryggva saman við bréf hans frá
6. ágúst 1894 til að sjá hve gjörsamlega hann snýr hér við sannleikan-
um.
Tryggvi segist síðan hafa boðist til að skrifa Ottó Wathne á Seyðis-
firði um að byggja íshús. En ísak hafi viljað vera kyrr en láta Jóhannes
fara austur. Tryggvi hafi þvertekið fyrir það, ísak væri kunnugur á
Austfjörðum en Nordal ekki. Ef ísak vildi ekki þiggja þessa hjálp,
mætti hann sigla sinn sjó. Þá hafi ísak sefast og haldið skömmu síðar
til Seyðisfjarðar með bréf frá sér til Wathnes.39
37 Sama heimild.
38 Sama heimild.
39 Sama heimild.