Saga - 1990, Page 115
UPPHAF ÍSHÚSA A ÍSLANDI
113
borg, og ýmsa fleiri. 11 hestar af mó voru fluttir til hússins og mórinn
hafður til einangrunar, einnig sagpokarnir frá Tuliniusi sem reyndust
340. Verslanir Thomsens og Christensens seldu galvaniserað járn, en
með því hafa frystiklefar og innanverðir veggir verið klæddir.54
14. mars á næsta ári átti félagið plóg, tangir, sleða og sliskjur, ísöxi
og fleiri verkfæri. Kostnaður við bygginguna er þá bókfærður 4.100
kr.55
Tryggvi segir í bréfi til Ditlevs Thomsens 1. des. 1894 að íshúsið sé
nær fullgjört.56 í Fjallkonunni 1. febrúar 1895 segir að íshúsið sé tilbúið
fyrir nokkru og ís hafi verið fluttur í það úr Tjörninni. Húsið hefur því
verið tilbúið til notkunar í janúar 1895.
Nokkrar teikningar af íshúsinu hafa varðveist í safni Tryggva
Gunnarssonar, en þessar teikningar hafa sumar ekkert mál og eru
ekki tímasettar. Petta eru útveggjateikningar og af stafni hússins, en
innri gerð þess eða klefaskipting sést ekki. Samkvæmt þessum gögn-
um hafa skúrar fyrst verið reistir, á eina teikninguna hefur Tryggvi
skrifað „Ishusið [svoj breitt ur skurum". Síðan hefur byggingu þess-
ari verið breytt og Tryggvi hefur skrifað á teikningu „Ishúsið gamla
nú stækkað". Samkvæmt einni teikningu hafa hliðar verið 20 álnir og
gaflar 12 álnir. Petta íshús skoðaði Ásgeir G. Ásgeirsson, kaupmaður
á ísafirði, sumarið 1895. Tryggvi segir í bréfi 29. nóv. 1895 til Ásgeirs
að hann hafi stækkað íshúsið mikið í haust, en segir síðan að Ásgeiri
eigi að nægja í bráð íshús eins og hann hafi séð í sumar. Pað hafi verið
20 álnir á lengd og 12 álnir á breidd, veggur 6 álnir á hæð, skúr við
austurhlið hafi verið 5 álnir á breidd og annar við suðurgafl 3 1/2 alin
á breidd. Pá segir Tryggvi að allir veggir séu 12 1/2 þuml. á þykkt og
á milli ytri og innri klæðningar 10 tommur og þar fyllt með sagi.
Tryggvi segir í bréfinu að þvert yfir allan norðurgafl hafi 5 álna breitt
rúm verið afþiljað, skilveggur jafnþykkur og útveggir og einangraður
með sagi.57
En Tryggvi lýsti ekki nýja húsinu. í bréfi til Tuliniusar 1. sept. 1895
biður Tryggvi hann að útvega sér 300 poka af sagi því að á fundi í
ísfélaginu daginn áður hafi verið samþykkt „að byggja nýtt 1 stórt
54 Uppkast að íshús-reikningi 1894 (11/12). Safn Tryggva Gunnarssonar.
^5 Yfirlit yfir efnahag ísfjelagsins við Faxaflóa, 14. marz 1895. Safn Tryggva Gunnars-
sonar.
56 Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1894-1897, 245.
57 Sama heimild. 574.
8 - SAG A