Saga - 1990, Blaðsíða 119
UPPHAF ISHÚSA Á ÍSLANDI
117
milli klefanna. Járnþynnukassar séu negldir aðeins þykkari að ofan
en neðan, 4—6 þuml. á þykkt. Kassarnir séu opnir að ofan, en neðan
á þeim séu smáop og undir þeim smárennur sem gangi út úr húsinu.
Vatnið sé haft hátt í rennunum því að af því leggi kulda. Engir glugg-
ar séu á frosthúsinu og vel þurfi að ganga frá dyrum, hurð sé helst
tvöföld og falli vel að stöfum.
Síðan segir í greininni að þegar salti sé blandað til þriðjunga saman
við snjó eða mulinn ís, verði 18 gráðu frost á Celsíus. Vilji menn fá
frost í frosthúsinu, sé ís tekinn úr íshúsinu, hann mulinn og kassarnir
fylltir með honum ásamt nokkru salti sem blandað sé saman við. Salt-
magnið ráði því hve mikið frost verði, því minna salt því minna frost.
Það sem eigi að frjósa sé látið inn í klefann og að jafnaði hlaðið á gólfið
eða látið á hillur. Þegar lækki í kössunum, sé saltís bætt að ofan, frá
loftinu sem sé yfir klefunum. Það sem hafi þiðnað renni burt eftir
rennunum.66
Vert er að vekja athygli á því að nokkrum árum áður en ísak hélt til
Vesturheims, hafði Árni Thorsteinsson landfógeti skrifað um íshús
og síldveiðar í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags. Árni segir að sé
kjöt, fiskur og fleira geymt i íshúsum þar sem frosin síld sé, flýti það
fyrir skemmdum á síldinni. Vont sé að bera ófrosið inn þar sem frosin
vara sé fyrir, einkum síld. Hiti berist inn í húsið í hvert sinn sem
dyrnar séu opnaðar. Þess vegna ætti hvert íshús að vera í tveim til
þrem hólfum, hvað út af fyrir sig sem frysta á. Árni segir að í Amer-
íku hafi menn varið feitan fisk fyrir þráa með eftirfarandi verklagi.
Þegar fiskurinn hafi verið frystur og kominn í íshúsið, sé hver og ein
kaka rekin ofan í vatn og þá myndast íshúð utan um fiskinn. Þetta sé
gert nokkrum sinnum inni í frystinum í það miklu frosti að vatnið
utan á kökunni verði að ís þegar hún sé tekin úr vatninu. Sé þetta gert
þrisvar, verði klakahúðin utan á eins og gler. í þessu ástandi sé fisk-
urinn lagður í trékassa sem gerður sé eftir því lagi sem er á öskju
þeirri sem fiskurinn er frystur í. Þannig sé hver kaka lögð ofan á aðra,
°ft 5-8 kökur eftir þykkt þeirra. Lok sett á kassana og þeim síðan
staflað hverjum ofan á annan þar til húsið sé fullt. Þannig hafi hvít-
fiskur verið geymdur í Ameríku meira en ár og verið eins óskemmdur
eftir geymslu eins og hann var þegar hann kom upp úr vatninu.67
^ „Ishúsið." Austri 19. nóvember 1894. 4. árg., 32. tbl.
Árni Thorsteinsson: „Um síld og síldveiðar." Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags,
4. árg., 1883, 34-35.