Saga - 1990, Page 126
124
HAUKUR SIGURÐSSON
Venjulega voru tvö jakalög á hverjum sleða. Þegar vökin stækkaði
vildu jakarnir fara á rás um vökina. Með skaftlöngum íshökum voru
þeir síðan dregnir að skörinni til tangamannanna sem kipptu þeim
upp á sleðana. Þeir fluttu ísinn síðan til íshússins. Stundum skekkt-
ust sleðarnir svo í hálkunni að jakarnir runnu af þeim og var þeim þá
kippt aftur upp á sleðana með töngunum.77
8. ískofar, ískassar og aðrar geymslur fyrir beitusíld
Sú aðferð sem mér virtist gefast best til að verja beitusíld
skemdum [svo], var að geyma hana í arfa. Þá var farið þannig
að, að borð voru sett upp, á svo köldum stað sem kostur var á,
síðan tekin [svo] nýr arfi og breyddur á borðið, síldinni síðan
raðað hlið við hlið á arfann með kviðinn upp, svo lagt allþykkt
lag ofaná síldina og hún hulin vel með arfanum og breyddur
léttur dúkur yfir allt saman. Á þennan hátt mátti geyma síld-
ina 4-5 sólarhringa svo að hún væri nothæf til beitu. Væri sá
staður sem síldin var geymd á svalur, til dæmis torfhús, gat
þetta lukkast sæmilega, en í venjulegum fiskiskúrum, einföld-
um með járn- eða tjörupappaþaki gafst það ekki vel.78
Þessi aðferð Ingvars Pálmasonar er óvenjuleg og kannski einstök.
Þeir Austfirðingar sem ég hef rætt við kannast ekki við þessa aðferð.
En þar hafa ískjallarar eða ískofar þekkst á síðustu öld. Matthías
Þórðarson segir frá því að skoskur maður að nafni Paterson hafi sent
lúðu í ís til Skotlands 1891. Hann hafi byggt ískjallara á Búðareyri við
Seyðisfjörð, safnað ís yfir veturinn og notað ísinn á lúðu sem hann
sendi til Leith. Næsta ár hafi Ottó Wathne byrjað að senda síld í ís til
Englands og hafi Wathne sagt við menn fyrir austan að þeir ættu að
byggja ískjallara til að geyma í síld til beitu.79
Vonbrigði Wathnes með íshúsið 1888, sem minnst hefur verið á hér
fyrir framan, hafa haft þau áhrif á hann að hann mælti fremur með
ískjöllurum.
ísak Jónsson ræddi um það að nauðsynlegt væri fyrir sjómenn að
hafa ísgeymslu. Þó að íshús væri við góðan veiðifjörð, þá gæti orðið
77 Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, 108.
78 Smári Geirsson: Norðfjörður. Saga útgerðar og fiskvinnslu (Neskaupstað 1983), 159.
79 Matthías Þórðarson: Síldarsaga Islands (Kh. 1930), 154.