Saga - 1990, Page 135
FORN HROSSREIÐALÖG OG HEIMILDIR PEIRRA
133
Á undanförnum árum hef ég haldið því fram að sjá megi glögg
merki um áhrif rómversks réttar í textum Grágásar.3 Það er athygl-
isvert, m.a. af þeim sökum að rómverskur réttur og nám í rómversk-
um rétti fer ekki að hafa veruleg og merkjanleg áhrif um norðanverða
Evrópu fyrr en mjög er liðið á tólftu öld. Á Ítalíu hófst ástundun róm-
verks réttar fyrr.4 Fyrst áhrifa rómversks réttar fer ekki að gæta að
marki fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta tólftu aldar, má spyrja hverjar
hafi verið helstu lærðar heimildir lagaritunar á íslandi fyrir þann
tíma. Þetta er rannsóknarefni sem gæti leitt til nýrra og merkilegra
niðurstaðna.
Norrænar réttarsögurannsóknir síðustu ára hafa birt ný viðhorf
hvað varðar lög í Skandinavíu á miðöldum og áhrif suðræns réttar á
þau. E. Sjöholm hefur bent á ótvíræðan skyldleika Langbarðalaga og
skandinavískra réttarheimilda á miðöldum.5 Þá hefur O. Fenger ritað
á greinargóðan hátt um áhrif rómversks réttar á skandinavískan rétt.6
í eftirfarandi rannsókn verður stigið feti framar en gert er í þessum
ágætu rannsóknum, en í þeim er Grágás og réttarheimildir hennar
ekki teknar til sérstakrar athugunar. Markmiðið er meðal annars að
sýna að Grágás er einhver ágætasta heimild sem völ er á um ótvíræð
og mikil áhrif suðrænna réttarheimilda í Norður-Evrópu á miðöldum.
Kaflar um hrossreiðir, þ.e. óleyfilega brúkun og meðferð hrossa,
eru bæði í elstu varðveittu íslensku lögunum, þ.e. Grágásartextum,
og elstu varðveittu norsku lögunum, þ.e. eldri Gulaþingslögum og
eldri Frostuþingslögum. Grágásarkaflinn um hrossreiðir er í þessum
handritum:
Grágás Ib, 61-5 (Konungsbók, GKS 1154 fol.)
Grágás II, 241-8 (Staðarhólsbók, AM 334 fol.)
Grágás III, 424-5 (AM 125A 4to)
Norsku lögin sem helst eru til samanburðar í þessu efni eru:
NgL. I, 45 (Gulaþingslög 92)
NgL. I, 227-8 (Frostuþingslög X, 41 og 46)
Svo sem sjá má eru norsku lögin miklu orðfærri og ekki nærri eins
3 Sveinbjörn Rafnsson (1974), Sveinbjörn Rafnsson (1977), Sveinbjörn Rafnsson
(1985).
4 S. Kuttner (1982) 300-04.
5 E. Sjöholm (1976).
6 O. Fenger (1977) og O. Fenger (1981).