Saga - 1990, Page 143
FORN HROSSREIÐALÖG OG HEIMILDIR PEIRRA
141
má líta á þau sem nánari útleggingu þess, sbr. Dig. XIII, 6. Merking
og innihald nýmæla, Grg.II 244, 5-11, koma heim og saman við
Grg.II 242,16-20 og 243,1-9. Pá er nýmælapóstur, Grg.II 244,18-21,
í samræmi við Grg.II 247, 3-6, sbr. línu 16-17 á bls. 247. Einnig er
nýmælapóstur, Grg.II 244, 21 og 245,1-4 í samræmi við Grg.II 241, 23
og 242, 1 með endurómi af Grg.II 247, 4-6. Af þessu sést að allir þess-
ir nýmælapóstar eru ungar glósur eða útleggingar á eldri hrossreiða-
ákvæðum.
Eftir stendur einn frumlegur nýmælapóstur innan þessarar greinar
í Staðarhólsbók, Grg.II 244, 12-18, um það ef haft er tekið af hrossi.
Náskyld þessum nýmælapósti er grein í Langbarðalögum, Ro.297,
sem hljóðar svo í þýðingu:
Um strokudýr. Sá sem tekur haft af hrossi annars manns,
greiði sex skildinga í sekt.
Langbarðalög eru þannig langsennilegasta heimild þessarar nýmæla-
greinar í hrossreiðakafla Staðarhólsbókar.
Hitt er einnig augljóst að upphaflegum texta um félagshross hefur
verið breytt í Staðarhólsbók og að ákvæðin þar eru undir sterkum
rómarréttarlegum áhrifum sem kemur fram í þýðingu á frægri setn-
ingu sem kennd hefur verið lögspekingnum Ulpianusi.
(5) Of Ross reiðir. oc Rossa rásir (Grg.il 245-6, Grg.Ib 64-5, sbr. Grg.III
425)
I upphafi greinar þessarar kemur fram mikill stöðumunur annars veg-
ar „manns" og hins vegar „búa", þar sem „maður" virðist vera höfð-
ingi eða landeigandi, en „búar" undirsátar, e.t.v. leiglendingar.
„Maður" af þessu tagi má ríða hrossum „búa" sinna á öllum árstím-
um af engjum eða heyi. Sést af þessu að hrossreiðasakir eru helst sótt-
ar á hendur lágstétta samfélagsins, enda hefur þeim helst verið
hrossa vant.
Nú bregður svo við að þegar kemur fram í greinina, „Ef fleiri menn
ríða hrossi manns. . . " (Grg.II 245, 18, Grg.Ib 64, 4) segir Staðarhóls-
bók að hefjist nýmæli en engin merki þess eru í Konungsbók sem þó
hefur samhljóða texta að öðru leyti. Ef innihald þessara „nýmæla" er
athugað sést að þar er nánast um endurtekningu á fyrri ákvæðum í
hrossreiðakaflanum að ræða (Grg.II 245,18-246,1, svipað og í Grg.II,
241) og verður því að taka Staðarhólsbók trúanlega að þetta sé
nýmæli, eða viðbót og útlegging á eldri texta.