Saga - 1990, Síða 144
142
SVEINBJÖRN RAFNSSON
Gamall texti hefst líklega á orðunum, „Ef hross beisltamt rennur
eftir manni. . . " (Grg.II 246, 1 og Grg.Ib 64, 8) og nær fram til
„. . . varðar þeim við lög er óskil gera á." (Grg.II 246,14 og Grg.Ib 64,
22). Augljós hliðstæða þessa texta er í Langbarðalögum, Ro.347,
svona í þýðingu:
Ef hross eða eitthvert annað dýr og hvaðeina með því rennur
eftir manni á ferð sinni og hann tekur í tjóður þess eða lokar
það inni þá skal hann eins og áður er mælt16 vera viss um að
réttur eigandi geti náð því ef hann kemur. En ef það byrjar að
fylgja manni og snýr við, þá er engin sök þess er það hóf að
fylgja.
Raunar eru atriði í þessari Langbarðalagagrein sem koma heim við
framhald Grágásargreinarinnar, sem talið er nýmæli í Staðarhólsbók,
þar sem talað er um að manni varði „eigi eftirrásin ef hann heftir á
næsta bæ", komi hross að honum í óbyggðum (Grg.II 246, 23-24 og
Grg.Ib 65, 8-9).
í grein þessari stendur, „Ef maður bindur tagl í munn hrossi manns
og varðar fjörbaugsgarð" (Grg.II 247, 2-3 og Grg.Ib 65, 11-12 og
Grg.III 425, 5-6). Að binda tagl í munn hrossi er einnig nefnt í ýtar-
legri grein á öðrum stað í Staðarhólsbók (Grg.II 208), þ.e. í „Festa-
þætti". Svipuð lög og þessi í Grágás hafa ekki fundist í barbaralögum
öðrum en Búrgúndalögum þar sem er grein sem heitir, „Um hesta
sem bundnir eru með tagli í munn eða fætur" (De caballis, quibus
ossa aut scindola ad caudam ligata).17 Með einhverjum hætti gætir
Búrgúndalaga í Grágás, ef til vill um marga milliliði. Líkindin eru svo
mikil og ljós við textasamanburð að óhugsandi er annað en að um ein-
hvers konar samband sé að ræða. Endurtekning þessara taglhnýtinga
í Staðarhólsbók er einnig vitnisburður um íslenskan lagalærdóm.
Lokapóstur þessarar greinar í Staðarhólsbók (Grg.II 247, 8-14) er
ekki í Konungsbók. Pessi póstur er líka greinilega yngri en gamall
stofn hrossreiðakafla Grágásar því að í póstinum bregður svo við að
farið er að orðlengja um „hina meiri nautn" á hrossi sem ekki er
minnst á annars staðar og er viðmiðun þessarar „hrossnautnar" önn-
ur en um hrossreiðir. „Nautn" er miðuð við að hrossi sé það eigi verra
að því sé riðið hæfilega hart, dagleið eina til alþingis. Hér er talað á
16 Þ.e. í Ro.343, sjá hér á undan.
17 Leges Burgundionum 97.