Saga - 1990, Síða 152
150
ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON
afleiðing af legu landsins, sem kom í veg fyrir að sóttir yrðu landlæg-
ar.2
William McNeill benti í bók sinni Plagues and Peoples (1976) á að
eylönd væru viðkvæm fyrir farsóttum. Fram á 13. öld geisuðu farsótt-
ir með reglulegu millibili í Japan. Á 13. öld náðist jafnvægi, sem var
því að þakka að fólksfjöldinn var orðinn nægilega mikill til að sóttirn-
ar yrðu að landlægum barnasjúkdómum. í fámennum byggðum og
einangruðum koma farsóttir eins og þruma úr heiðskíru lofti og ber-
ast hratt um með miklu mannfalli. Síðan deyr sóttin út og hverfur. Að
nokkrum áratugum liðnum er vaxin upp kynslóð sem ekki hefur haft
kynni af sóttinni, og er því varnarlaus þegar hún berst til landsins á
ný. í þéttbýlli samfélögum með greiðari samgöngur við umheiminn
hverfa sóttir hins vegar ekki úr samfélaginu eða deyja út eins og í hin-
um fámennari. Par grassera þær og valda faröldrum við og við, og
alltaf í yngri og yngri aldurshópum, vegna þess að eldri kynslóðir
hafa öðlast ónæmi í fyrri faröldrum. Að lokum verða farsóttirnar að
landlægum barnasjúkdómum, sem eru ekki líkt því eins skaðlegir og
farsóttirnar.
Um Bretland er svipaða sögu að segja og Japan. Pað var á miðöld-
um fámennast hinna fjögurra stóru Vestur-Evrópulanda, sem auk
Bretlands eru Frakkland, Ítalía og Pýskaland. Ástæðan var sú sama
og í Japan, Bretland var eyja. Smitsjúkdómar gengu sem farsóttir
öðru hvoru og urðu seint að landlægum barnasjúkdómum. Jafnvægi
náðist ekki í Bretlandi fyrr en á 16. öld.3
Hér á Islandi, sem er eyja mun lengra úti í hafi en Bretland og
Japan, náðist aldrei af sjálfu sér það þéttbýli að farsóttir yrðu landlæg-
ar. Hættan af faröldrum hvarf ekki fyrr en með tilkomu bólusetningar
og nútíma læknavísinda. Pví var ísland, miðað við fólksfjölda á mið-
öldum, hlutfallslega fámennara en nágrannalöndin á 18. og 19. öld,
og er reyndar enn.4 Afdrifaríkust í því sambandi var hin skelfilega
Stórabóla 1707-9, sem talið er að hafi fækkað þjóðinni um 30-35%-5
2 Crosby, A.: Ecological Imperialism. The Biological Expansion ofEurope, 900-1900. Cam-
bridge 1986, bls. 52, Guðmundur Hálfdanarson: „Fólksfjöldaþróun íslands á 18.
öld," cand. mag. ritgerð við HÍ 1982, Jón Steffensen: Menning og meinsemdir. Rv-
1975.
3 McNeill, William H.: Plagues and Peoples. Harmondsworth 1976, bls. 134-38.
4 íslenskur söguatlas 1. Rv. 1989, bls. 121.
5 Jón Steffensen 1975, bls. 301-8.