Saga - 1990, Side 154
152
ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON
breytir ekki stóru dráttunum í heildarmyndinni sem hér er fengist
við. Þetta skýrist ef til vill betur með eftirfarandi dæmi.
Setjum svo að Stórabóla hefði ekki komið, og íbúum fjölgað árlega
um 0.4% á fyrri hluta 18. aldar (íbúafjölgun var í raun 0,8% árlega, sjá
síðar í greininni), en þá var árferði sæmilegt. íbúafjölgunin á íslandi
milli 1709 og 1783 var einmitt um 0,4%, svo þetta er ekki óraunhæf
tala. íbúar hefðu þá verið um 60.000 um 1750. Árin 1751-58 komu
harðindi sem fækkuðu fólki úr tæpum 49.000 í tæp 43.000. Hefði fólki
fækkað niður í 43.000, ef íbúar hefðu þá verið orðnir 60.000?
Samkvæmt reynslu frá harðindunum um 1600 og um 1700 er lík-
legra að um 5.000-9.000 manns hefðu fallið úr hor eða hungursóttum
Við upphaf harðindanna um 1700 voru íbúar líklega um 55.000,9 en
fækkaði niður í rúm 50.000 1703. Ef til vill er eðlilegast að reikna með
að í tilbúna dæminu að ofan hefði fólki fækkað um sömu prósentu og
1751-58, u.þ.b. 12%, og þá fækkað úr 60.000 niður í um 52.000. Við
þekkjum engin dæmi þess að harðindi hafi fækkað fólki um meira en
20% (í Móðuharðindum), en Stórabóla olli 30-35% fólksfækkun eins
og áður segir.
Slæmar farsóttir felldu því mun fleiri en verstu harðindi. Ekki nóg
með það, heldur var eðli farsótta annað. í harðindum féllu yfirleitt
börn, gamalmenni og fátæklingar, fólk sem tók ekki mikinn þátt í
atvinnulífinu. f farsóttum eins og Stórubólu var annað uppi á ten-
ingnum. Flest fórnarlömb hennar voru undir fertugu, en fjörtíu árum
áður hafði síðasti bólufaraldur gengið. Þeir sem voru eldri voru flestir
ónæmir. Hinir dóu unnvörpum, óháð stéttarstöðu og stöðu í fram-
Ieiðsluferlinu.10 Fjöldi bænda á besta aldri og stór hluti kvenna á barn-
eignaraldri féll frá. Við það hlaut samhengið í atvinnulífinu að
raskast. í harðindum gerðist þetta ekki, heldur lifðu þessir hópar af,
eða hátt hlutfall fólks í þeim og samhengið hélst í atvinnulífinu.
Kenningin um fólksfjöldahámarkið stenst varla ef gert er ráð fyrir
að tilkoma Stórubólu hafi verið afleiðing af farsóttarfræðilegri sér-
stöðu íslands, eins og áður er Iýst, en ekki verið „náttúruleg fólks-
fjöldatakmörkun", eins og Arthur E. Imhof heldur frarn.11 Hefði Stóra-
9 Helgi Skúli Kjartansson: „Spáö í pýramíða; um mannfjöldasögu fslands á 17. öld".
Afmælisrit Björns Sigfússonar. Rv. 1975, bls. 120-45.
10 Guðmundur Hálfdanarson 1982, bls. 65-7.
11 Imhof, Arthur E.: Aspekte der Bevölkerungsentwicklung in den nordischen Ldndern
1720-1750. Teil 1. Bern 1976.