Saga - 1990, Page 156
154
ÁRNI DANÍEL JÚLlUSSON
í stórum dráttum má greina þrjú mynstur eða gerðir í atvinnulífi
landsmanna. Með því er átt við aðaleinkenni atvinnulífs á hverjum
tíma. Eitt mynstrið kom aðeins fyrir einu sinni, en hin tvö oftar.
Fyrsta gerðin þróaðist eftir landnám og varði fram yfir 1200. Líkleg-
ast er að upphaflega hafi verið hér stórbú með þrælahaldi.15 Sennilega
var það aðeins skamman tíma, en mestan hluta tímabilsins var stund-
aður fjölskyldubúskapur með aðaláherslu á nautgriparækt. Sauðfjár-
rækt var nokkur, en fiskveiðar líklega takmarkaðar.
Önnur gerðin kom fram eftir 1200. Hún einkenndist af mikilli
sjósókn, fjölgun hjáleigna við stórbýli og á sjávarjörðum, nýbýla-
stofnun, og loks myndun sjávarþorpa með fastri búsetu16. Þetta voru
viðbrögð þjóðfélagsins við auknum fólksfjölda. Mynstrið kemur fram
þrisvar í íslandssögunni, um 1200-1400, um 1600-1700 og um 1830-
1900.
Þriðja mynstrið birtist fyrst eftir Svartadauða 1402-4. Forsenda
þess var alltaf snögg fólksfækkun af völdum farsótta, og í kjölfar
hennar hæg fólksfjölgun, stundum mjög hæg. Eftir Stórubólu fjölgaði
fólki um 0,8% á ári fram undir 1750,17 og ef til vill mun hægar fyrstu
áratugina eftir plágurnar tvær á 15. öld.18 Fólksfækkun af völdum
slæmra farsótta var því langvarandi og hafði mikil áhrif á atvinnulíf.
Megineinkenni atvinnulífsins á þessum skeiðum voru fráhvarf frá
vinnuaflsfrekum kúabúskap og aukin áhersla á sauðfjárrækt19,
minnkandi sjósókn og færri hjáleigur. í fyrsta sinn gerðist þetta 1400-
1600, en sagan endurtók sig 1700-1830. Líklega komu Englendingar
inn í tómarúm af völdum Svartadauða eftir 1400, og mönnuðu fisk-
veiðar sínar og starfsemi með erlendu vinnuafli.20 Er leið á öldina fóru
þeir að taka innlenda menn í þjónustu sína, sem hérlendum höfðingj-
15 Anna Agnarsdóttir og Ragnar Árnason: „Þrælahald á þjóðveldisöld". Saga XXI,
bls. 5-26.
16 Björn Teitsson: „Byggð í Seltjarnarneshreppi hinum forna". Reykjavík íllOOár. Rv.
1974. Eiríkur Guðmundsson o.fl.: Saga Fróðárhrepps 1. Akranesi 1988. Lúðvík
Kristjánsson: Islenskir sjávarhættir II. Rv. 1982, bls. 27-85.
17 Tölfræðihandbók 1984, bls. 8. 0.8% fjölgun var raunar tiltölulega mikil fjölgun miðað
við ástandið á 18. og 19. öld. En hún var of hæg til að koma í veg fyrir að Stórabóla
ylli breytingum á atvinnulífi.
18 Sjá aftanmálsgrein 4.
19 Magnús Már Lárusson: „Fáreavl. Island." Kafli í Kulturhistorisk Leksikon. Tölfrxði-
handbók 1984, bls. 68-9.
20 Saga Islands IV. Rv. 1989, bls. 120.