Saga - 1990, Síða 157
ÁHRIF FÓLKSFJÖLDAÞRÓUNAR
155
um þótti afleitt. Margir dómar voru dæmdir gegn því, m.a. hinn
frægi Píningsdómur 1490. Þá skorti ennþá vinnuafl vegna afleiðinga
Svartadauða, og athyglisvert er að íslenskur jarðeignaaðall heyr sams
konar samkeppni um vinnuafl við konungsútgerðina á síðari hluta
18. aldar.21
Eftir 1860-1900 breytast allar forsendur atvinnulífs hér á landi.
Raunar áttu þær breytingar aðdraganda frá 1750. Tilkoma nýrrar yfir-
stéttar við hlið þeirrar gömlu, borgarastéttarinnar, fjölgun hand-
verksmanna og aukin sérhæfing, stofnun fyrstu íslensku borgarinn-
ar, Reykjavíkur, og áðurnefndar framfarir í læknisfræðum, allt boð-
aði þetta nýja tíma.
Um 1800 var við lýði samfélag sem lagði mikla áherslu á sauðfjár-
búskap en litla á fiskveiðar, þ.e. samfélag með þriðja mynstrinu sem
áður er lýst. Athyglisvert er að í hvert skipti sem þetta atvinnumynst-
ur kom fram jókst hlutfall sauðfjár á móti nautgripum og varð hæst á
19. öld. Vegna fámennisins var ýmislegt það sem áður var stundað
vanrækt, t.d. taðburður á tún. Tún minnkuðu vegna þess að kúm
hafði fækkað, en taða var aðallega gefin kúm.22 Mönnum sýndist að
sjálfsögðu að landbúnaðinum hefði farið aftur, en sennilega hefur
vinnubyrði og áhætta í framleiðslunni við þessar aðstæður verið
minni en áður, og það táknaði framför út frá sjónarhóli bóndans.23
Samkvæmt þessum hugmyndum voru fólksfjöldatoppar á 14., 17.
og 19. öld. Um 1880 var fólksfjöldinn sennilega meiri en hann hafði
nokkurn tíma verið áður. Á 14. öld höfðu myndast sjávarþorp undir
Jökli24, en 1880 fóru að spretta upp sjávarþorp um allt land. Sérstak-
lega var þetta áberandi á Norðurlandi og Vestfjörðum, en þróunin var
hafin nokkru áður á Suðurlandi. Hefði slíkt gerst t.d. á 15. eða 18. öld
ef farsóttirnar hefðu ekki komið til? í sjálfu sér var þá ekkert því til
fyrirstöðu að sjávarþorp risu upp umhverfis allt land líkt og á Snæ-
fellsnesi, nema að það vantaði fólkið. Á fyrstu árum flestra íslenskra
sjávarþorpa, 1860-1900, var árabátaútgerð aðalatvinnuvegurinn eins
°g verið hafði í snæfellskum sjávarþorpum um aldir.
21 Sjá aftanmálsgrein 5.
22 Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing tslands III. Landbúnaður á íslandi. Kh. 1919, bls.
90-207. Guðmundur Hálfdanarson (1982) lýsir því þegar farið var að teðja tún að
nýju, seint á 19. öld, þegar landþrengsli voru orðin mikil og nauðsynlegt að auka
afraksturinn af Iandinu með einhverjum hætti.
23 Gísli Gunnarsson 1987, bls. 113-21.
24 Eiríkur Guðmundsson o.fl.: Saga Fróðárhrepps 1.