Saga - 1990, Qupperneq 158
156
ÁRNI DANlEL JÚLÍUSSON
Lokaorð
I flestum ritum um íslandssöguna er þaö tekið sem gefið að tækni-
framfarir hljóti að vera forsenda fólksfjölgunar. Einnig er það viðtekin
skoðun að ákveðið fólksfjöldahámark hafi verið á íslandi, en þá með
því fororði að það hafi verið mismundandi á hverjum tíma. P>að er full
ástæða til þess að setja spurningarmerki við þessar forsendur, og
jafnvel ástæða til að snúa hlutunum við, að setja fólksfjöldabreytingar
sem forsendu atvinnubreytinga.
Aftanmálsgreinar
1 Varðandi stórslysavarnir í Vestur-Evrópu, sjá Jones, E.: The European Miracle. Cam-
bridge 1981, bls. xii, 22-45. Jones segir frá því að sóttvarnir hafi verið orðnar við-
fangsefni stjórnvalda í Evrópu á 18. öld, og saga fjárkláðans er gott dæmi um það.
Hins vegar voru dönsk stjórnvöld engan veginn búin undir svo öfgafullar hamfarir
sem Móðuharðindi, sem helst má líkja við gosið í Krakatá eða Santorini.
2 í riti sínu Boselning i Suður-Þingeyjarsýsla 1300-1600 (Rv. 1978), bls. 37, greinir Björn
Teitsson frá þeim niðurstöðum sínum að hámark byggðarútbreiðslu hafi verið mjög
svipað um 1318, 1696 og 1839 í sýslunni, um 320 bæir. Þetta bendir til þess að
byggðarhámarkið hafi miklu frekar verið háð nýtanlegu landssvæði til búskapar en
gróðri eða loftslagi, a.m.k. frá 14. öld að telja. Ýmislegt er málum blandið varðandi
þau miklu áhrif sem loftslagssveiflur eiga að hafa haft á íslandssöguna. Sé miðað
við mælingar frá Stykkishólmi á 19. öld, sem á að hafa verið kuldatíð skv. flestum
höfundum, þá var sumarhiti á kaldasta tímabili aldarinnar (1858-88) aðeins 0,4
gráðum á Celcíus neðan við almennt meðallag 1846-1968. Sjá Öddu Báru Sigfús-
dóttur: „Temperature in Stykkishólmur 1846-1968." Sérprent úr Jökli 19. ár, 1969.
3 Þessi fullyrðing fær stuðning af mannfjöldatölum úr Noregi frá 18. öld. 1700-1750
fjölgaði Norðmönnum um 0.4%, eða jafnmikið og Islendingum fjölgaði frá 1709-
84, milli Stórubólu og Móðuharðinda. í Noregi geisaði hungursneyð t.d. árin 1668-
77 og 1690-99 með miklum mannfelli. Það var líka hungursneyð á íslandi á síðasta
áratugi 17. aldar, og raunar í mestallri Evrópu. Dyrvik, Stále o.fl.: Norsk ekonomisk
historie 1500-1970. Band 1, 1500-1850. Bergen 1979, bls. 20-21, 122-33. Sjá einnig
Loft Guttormsson: Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Rv. 1983, bls. 119.
4 Áhrif Svartadauða og plágunnar síðari hafa verið gróflega vanmetin. Að öllum lík-
indum var fólksfjöldi ekki enn búinn að ná sér eftir Svartadauða um 1494, þegar
plágan síðari gekk. Sést það af því að um miðja öldina var enn fjöldi eyðibýla á
Norðurlandi. Líklegt er að áhrifa plágunnar síðari hafi gætt allt fram á 17. öld. Hjá
Birni Teitssyni (1978, bls. 68) kemur fram sú tilgáta að eftir Svartadauða hafi komið
„frjósemiskreppa", sem olli því að fyrstu 10-20 árin eftir pláguna hafi fólki fjölgað
mjög hægt eða ekki neitt.
5 Gunnar Halldórsson, Jón Ólafur ísberg, Theodóra Þ. Kristisdóttir: „Ihaldssemi og
framfarahugmyndir fyrr á tímum", Saga XXV'//, 1989, bls. 146-48. Mikið hefur verið
gert úr því að íslenskir bændur hafi verið andvígir sjósókn, sérstaklega ef menn
tóku sér fasta búsetu við sjóinn til fiskveiða og höfðu engan búskap. Þrátt fyrir það
voru alltaf til sjóþorp á Snæfellsnesi, og andstaðan hrundi ef fólksfjöldaþrýstingur-
inn var nægilega mikill, eins og um 1880. Sjá t.d. Kristmundur Bjarnason: Saga Dal-
víkur I. Ak. 1978, bls. 225-41.