Saga - 1990, Qupperneq 160
158
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
framtaksemi og vísa þar til rits sagnfræðingsins Tawneys, sem kom út árið
1948. Þar hefði átt við að geta heimilda um sem nýjast mat sagnfræðinga á
skoðun hans.
Látum vera, hvað rétt kunni að vera hjá Tawney, en ekki kemur fram, að
hann hafi athugað tengsl trúarkenninga og efnahagsmála á íslandi. Því
hljóta menn að spyrja hvernig þau atriði lútersks rétttrúnaðar sem lúta að
framtaksemi hafi verið kynnt á íslandi. GJTh vísa þar til guðsorðabóka yfir-
leitt, en tilgreina Jón Vídalín einan. Ræðubók hans kom út 1718-20, við lok
þess tímabils sem yfirvöld kirkjunnar kenndu lúterskan rétttrúnað. GJTh
kynna boðskap Jóns í stuttu máli og með einni tilvitnun, þar sem Jón segist
vænta, „að svo hafi flestir auðgast, að þeir eða þeirra forfeður hafi tekið
nokkuð ranglega frá öðrum."8 Þessi athugasemd reynist vera í prédikun á
pálmasunnudag gegn stærilæti, en þar segir nokkrum línum ofar:
Láti því enginn ofurdátt að sjálfum sér, því allt hvað vér höfum, hvað
gott eður kostulegt sem það er, það er þó allt saman lánsfé og ekki
vort eigið. Segið mér: Hvar af skyldu menn þó stæra sig? Af auð og
ríkidæmi? Því skyldi ég hroka mér upp af því, sem lukkan kann eins
að gefa níðingi svo sem bezta manni, sem aflað er með mikilli
áhyggju á mörgum árum, en fargast í einu augnabliki, ef til vill?9
Ég er ekki lesinn í guðsorðabókum 17du aldar, en fleyg eru orð Jóns Vídalíns
í prédikun á 3ja sunnudag í aðventu: „Þann veg hef ég nú sýnt, bræður
mínir, að ríkdómur og fátækt eru Guði jafn kær, þegar með hvorttveggja er
réttilega farið."10
Athugið að ríkur maður er að áliti Jóns guði ekki síður þóknanlegur en
fátækur. Þar sem flestir kjósa frekar góð efni en fátækt, er því ekki fundið að
því að menn reyni „réttilega" að komast í góð efni. Eitt er að finna að því að
menn dragi sér fé með rangsleitni, en annað að finna að framtaki í atvinnu-
rekstri. Enn stíga í stólinn lúterskir prestar, stuðningsmenn frjáls framtaks
og samkeppni, og biðja menn að fara „réttilega" með fé sitt.
Það er því lítið hald í þessari einu tilvitnun GJTh.
1 þessu sambandi hefðu höfundar mátt gera grein fyrir því á hvern hátt
kirkjuleiðtogar á tímum lútersks rétttrúnaðar voru til fyrirmyndar um fram-
tak um auðsöfnun. Hvað kenndu þeir Guðbrandur Þorláksson, biskup á
Hólum 1571-1627, og Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti 1639-74,
íslendingum um framtaksemi með fordæmi sínu? Eða Páll í Selárdal (1621-
1706), hámenntaður prestur, og gerði út skútu?
Ekki kemur fram hvaða árabil þau GJTh telja mótað af lúterskum rétttrún-
aði. Venjulegt mun vera að eigna honum tímann frá 1580, en að honum ljúki
um 1730. Það ár kom til ríkis í Danmörku Kristján konungur VI. Með honum
„náði Pietisminn fullkomnum tökum í Danmörku . . .".n Þau nefna dæmi
8 GJTh, 139.
9 Jón Þorkelsson Vídalín: Húspostilla, 283.
10 Jón Vídalín, 32.
11 Magnús Jónsson: Saga kristinnar kirkju.